HSS sumarstörf 14-21 mars
HSS sumarstörf 14-21 mars

Aðsent

Upplýsingar og gagnsæi
Föstudagur 26. apríl 2019 kl. 13:55

Upplýsingar og gagnsæi

Eftir að hafa lesið fréttaviðtal í Víkurfréttum við Jóhann F Friðriksson forseta bæjarstjórnar þar sem hann útlistar að fulltrúi M-lista, Margrét Þórarinsdóttir, sem er í minnihluta bæjarstjórnar hafi brotið trúnað. Það er skrítin nálgun þar sem Framsóknarflokkurinn fyrir síðustu bæjarstjórn talaði um gagnsæi og ábyrgð sem eitt af þeirra stefnumálum ef þeir fengu umboð til þess að stýra bæjarfélaginu okkar hér í Reykjanesbæ. 
 
Hvernig fjármálum Reykjanesbæjar er varið kemur öllum íbúum bæjarins við því það erum við sem borgum skatta og skyldur til bæjarfélagsins. Við viljum auðvitað fá að vita hvernig þeim fjármunum er varið. Þannig að ef það hefur ríkt trúnaður um að upplýsa ekki bæjarbúa um þessar 43 milljónir króna, væri þá ekki verið að brjóta á íbúum hvað varðar gagnsæi og þeim upplýsingum um hversu há bótagreiðslan var til byggingarverktakans? 
 
Í grunnstefnu Pírata segir að gagnsæi snúist um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna vandaminni. Einnig að allir hafi óskoraðan rétt til að fá vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafa verið teknar. 
 
Öll leyndarhyggja grefur undan trausti almennings til stjórnsýslunnar og hefur neikvæð áhrif eins og við hér í Reykjanesbæ fengum að upplifa með þeirri gífurlegu skuldasöfnun sem átti sér stað hér fyrir fáeinum árum, ekki viljum við endurtaka þann leik. 
 
Ég sem Pírati fagna því þeim upplýsingum sem Margrét Þórarinsdóttir upplýsti okkur um, en að sama skapi óánægð með að bæjarstjórnin ætlaði að halda þessum upplýsingum leynilegum hvað varðar þessa 43 milljóna skaðabótakröfu. 
 
Hvað varðar þessa skaðabótakröfu og hvernig hún er tilkomin ætla ég ekki að fjalla um í hér þessari grein. Það er svo okkar íbúa að skoða það út frá þeim upplýsingum sem við höfum aðgang að og vonandi er allt gagnsæi þar upp á borðum. 
 
Margrét S Þórólfsdóttir Pírati.
Public deli
Public deli