Upphaf háskólanáms á Suðurnesjum
				
				Af gefnu tilefni er rétt að það komi fram að undirritaður fór ásamt Hjálmari Árnasyni þingmanni til Akureyrar í apríl 1999. Ferðin var farin í nafni Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar (MOA ) og tilgangurinn var að fá Háskólann á Akureyri til að hefja fjarnámskennslu á háskólastigi hér á Suðurnesjum. Undirrituð var viljayfirlýsing um að hafin yrði fjarkennsla í hjúkrunarfræði á Suðurnesjum haustið 1999.Háskólinn á Akureyri stóð ekki við gefin fyrirheit um haustið en síðan tókst MSS undir stjórn Skúla Thor að berja málið í gegn og námið hófst ári seinna um haustið 2000.
 
Háskólanám á Suðurnesjum er mesta nýsköpunin sem hér hefur átt sér stað á undanförnum árum og verður seint ofmetin.
 
Friðjón Einarsson
fv. framkvæmdastjóri MOA
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			Háskólanám á Suðurnesjum er mesta nýsköpunin sem hér hefur átt sér stað á undanförnum árum og verður seint ofmetin.
Friðjón Einarsson
fv. framkvæmdastjóri MOA





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				