Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Uppgvötaði Agöthu Christie og hefur ekki litið til baka
Föstudagur 17. ágúst 2018 kl. 06:00

Uppgvötaði Agöthu Christie og hefur ekki litið til baka

-Dagur Funi Brynjarsson háskólanemi er lesandi vikunnar

Lesandi vikunnar í Bókasafni Reykjanesbæjar Dagur Funi Brynjarsson, viðskiptafræðinemi við Háskólann í Reykjavík. Dagur les töluvert magn bóka yfir árið en finnst samt eins og hann mætti gera betur.

Hvaða bók ertu að lesa núna?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ég var að klára bókina Five Little Pigs sem er skrifuð af Agöthu Christie, drottningu glæpasagna. Hún fjallar um rannsóknarlögregluna Hercule Poirot sem er beðinn um að leysa morðgátu sem átti sér stað fyrir 15 árum. Næst á dagskrá er hinsvegar bókin The Art of Learning eftir Joshua Waitzkin.

Hver er uppáhaldsbókin?

Það er rosalega erfitt að sirka út eina sérstaka bók því flokkarnir eru svo ólíkir en uppáhalds glæpasagan mín er The Murder of Roger Ackroyd eftir Agöthu Christie. En svo þarf ég líka að nefna bókina Basketball and Other Things eftir Shea Serrano.

Hver er uppáhaldshöfundurinn?

Ég uppgvötaði Agöthu Christie fyrir tveimur árum og hef ekki litið til baka síðan. Arnaldur Indriðason hefur einnig verið í uppáhaldi hjá mér, þó einungis þegar hann skrifar bækur í kringum Erlend Sveinsson. Finnst ég samt þurfa að minnast líka á George Orwell og J.R.R. Tolkien.

Hvaða tegundir bóka lestu helst?

Ég hef alltaf lesið mest af glæpasögum og ævintýrasögum en er svona hægt og rólega að færa mig yfir í klassískar skáldsögur.

Hvaða bók hefur haft mestu áhrifin á þig?

Harry Potter voru fyrstu bækurnar sem ég man eftir að hafa ekki getað lagt frá mér án þess að klára. Grafarþögn eftir Arnald Indriðason er 100% ástæðan fyrir því að ég varð háður glæpasögum. What to Say When Talking to Yourself eftir Shad Helmstetter er virkilega áhugaverð en bókin How to Win Friends and Influence People eftir Dale Carnegie er líklega sú bók sem hefur skilið hvað mest eftir sig.

Hvaða bók ættu allir að lesa?

Það ættu allir að lesa 1984 eftir George Orwell, já og kannski Animal Farm í leiðinni.

Hvar finnst þér best að lesa?

Í sófanum heima.

Hvaða bækur standa upp úr sem þú mælir með fyrir aðra lesendur?

The Murder of Roger Ackroyd og The Murder on the Orient Express eftir Agöthu Christie. Mýrin og Grafarþögn eftir Arnald Indriðason. Animal Farm eftir George Orwell og svo The Book of Basketball eftir Bill Simmons fyrir NBA aðdáendur.

Ef þú værir fastur á eyðieyju og mættir velja eina bók til að hafa hjá þér, hvaða bók yrði fyrir valinu?

Væri ekki gáfulegast að taka með sér bókina How to Survive on a Deserted Island eftir Tim O‘Shei?

Lesandi vikunnar er samstarfsverkefni Bókasafns Reykjanesbæjar og Víkurfrétta og verður nýr lesandi valinn í hverri viku í sumar. Þau sem vilja taka þátt eða mæla með lesanda geta skráð sig á heimasíðunni sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn eða í afgreiðslu Bókasafnsins að Tjarnargötu 12.