Uppbyggingarstarf á Suðurnesin: Á heilsan ekki að vera í forgangi?
Ég hef rætt við þó nokkra einstaklinga á aldrinum 16 – 73 ára innan og utan AA samtakana og aðstandendur um þörfina á því að fá hér á Suðurnesin aðstöðu fyrir eftirmeðferð og uppbyggingu fyrir þá einstaklinga sem þurfa á því að halda og hjálpa þeim að komast aftur á vinnumarkaðinn, í skóla og til að fóta sig í þjóðfélaginu. Segja þau þörfina á þessu vera lífsspursmál fyrir sig hér á Suðurnesjum og ætti að vera algjört forgangsverkefni. Finnst þeim allt of mikið rætt og lofað en ekkert gert eða tekur allt of langan tíma. Þeir sem ekki geta nýtt sér svona aðstoð eiga í hættu að loka sig inni og þar er ekki gott að vera. Það væri notalegt fyrir þessa einstaklinga að geta gengið uppréttir um götur bæjarins með von í hjarta, og þurfa ekki alltaf að vera að líta um öxl. Þetta þarf að vera fyrir alla þá sem þurfa á einhverri aðstoð að halda sem tengist áfengis eða fíkniefnavandanum (t.d meðvirkni aðstandanda, þunglyndi, fráfall, skilnað og aðra fjölskyldu aðstoð) eða einhverja sambærilega þjónustu og veitt er við slíku með góðum árangri.
Nokkrir aðillar sem ég ræddi við hafa fallið í svartnættið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, eftir að hafa dottið úr prógrammi og bara vegna þess að þau komust ekki til Reykjavíkur. Þetta finnst þeim mikil skömm og missa allt það litla sjálfsmat og alla tilfinningu fyrir lífinu aftur og finnast þau vera eins og skítur undir skóm annars manns og guð má vita hvað þau gera sér og öðrum. Á hverjum lendir það ? Sumir eru próflausir og lendir þetta þá á einhverjum nákomnum að keyra. Hvers á hann að gjalda og/eða fjölskyldan ?
Suðurnesjamenn, takið ykkur saman og látið í ykkur heyra svo eitthvað verði gert.
Þetta á við öll Suðurnesin.
Reykjanesbær, Sandgerðisbær, Garður, Grindavík og Vogar ( Talið saman )
Að geta hjálpað einum sem getur hjálpað öðrum hlýtur að vera frábær tilfinning, er það ekki ?
Erlingur Jónsson.
Nokkrir aðillar sem ég ræddi við hafa fallið í svartnættið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, eftir að hafa dottið úr prógrammi og bara vegna þess að þau komust ekki til Reykjavíkur. Þetta finnst þeim mikil skömm og missa allt það litla sjálfsmat og alla tilfinningu fyrir lífinu aftur og finnast þau vera eins og skítur undir skóm annars manns og guð má vita hvað þau gera sér og öðrum. Á hverjum lendir það ? Sumir eru próflausir og lendir þetta þá á einhverjum nákomnum að keyra. Hvers á hann að gjalda og/eða fjölskyldan ?
Suðurnesjamenn, takið ykkur saman og látið í ykkur heyra svo eitthvað verði gert.
Þetta á við öll Suðurnesin.
Reykjanesbær, Sandgerðisbær, Garður, Grindavík og Vogar ( Talið saman )
Að geta hjálpað einum sem getur hjálpað öðrum hlýtur að vera frábær tilfinning, er það ekki ?
Erlingur Jónsson.