Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Uppbygging íþróttamannvirkja í Vogum
Fimmtudagur 12. maí 2022 kl. 16:07

Uppbygging íþróttamannvirkja í Vogum

– Allt sem þú elur upp, það vex!

Það er gott til þess að vita að fjölmargir frambjóðendur í Vogum eiga sér sögu hjá Þrótti. Allt þetta frábæra fólk hefur starfað sem sjálfboðaliðar, þjálfarar, stjórnarliðar eða verið iðkendur hjá félaginu. Því ætti skilningurinn innan næstu bæjarstjórnar að vera til staðar er kemur að uppbyggingu íþróttamannvirkja í Vogum. 

Síðustu ár hafa bæjaryfirvöld staðið þétt við bakið á Þrótti og rekstarstyrkir hafa hækkað verulega til að hægt sé að halda úti öflugu, skipulögðu íþróttastarfi. Stuðningurinn er þvert á flokka og fyrir það ber að þakka enda er íþróttastarfið mikilvægt forvarnarstarf og allir eru sammála um að styðja þurfi vel við bakið á sjálfboðaliðum, þjálfurum og ekki síst iðkendum félagsins sem eru á öllum aldri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í tilefni kosninga langar mig að hvetja forráðamenn og aðra kjósendur í Vogum til að kynna sér stefnuskrá allra framboða og kalla eftir svörum varðandi aðstöðumál, forvarnarmál, lýðheilsumál og uppbyggingu íþróttamannvirkja í Vogum. Þrátt fyrir eitt besta knattspyrnusvæði á Suðurnesjum, sem nýtist okkur eingöngu yfir sumartímann, þá þarf vetraraðstaðan að vera í lagi til að geta boðið upp á fleiri íþróttagreinar og hægt sé að stunda íþróttir alla mánuði ársins. 

Ég skora því á öll framboðin að vinna saman að loknum kosningum og horfa til framtíðar þegar kemur að aðstöðumálum í Sveitarfélaginu Vogum. Það eru fleiri öflug íþróttafélög að finna í Vogum. Kallið alla að borðinu. Það liggur fyrir að íbúum muni fjölga hratt næstu árin. 

Góð aðstaða laðar að og heldur í fagfólk, góð aðstaða elur upp fagfólk. 

Kjósendur í Vogum og forráðamenn ungra barna í Vogum. Kynnið ykkur íþrótta- og æskulýðsmál í stefnuskrá allra framboða. Komið ykkar skoðunum á framfæri. Núna er tækifærið. 

Í lokin langar mér að óska öllum nýkjörnum bæjarfulltrúum fyrirfram til hamingju. Gangi ykkur öllum vel, íbúum og bæjarfélagi til heilla. 

Með Vogakveðju, Marteinn Ægisson.