Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Uppbygging að nýju í Sandgerðisbæ
  • Uppbygging að nýju í Sandgerðisbæ
Föstudagur 30. maí 2014 kl. 16:58

Uppbygging að nýju í Sandgerðisbæ

– Hólmfríður Skarphéðinsdóttir skrifar

Ágætu kjósendur.
Erfiðu kjörtímabili er senn að ljúka og bjartari tímar framundan. Fjárhagsstaða Sandgerðisbæjar var mjög slæm en með samstilltu átaki allra bæjarfulltrúa var blaðinu snúið við og gífurlegur árangur nást í lækkun skulda. Sá árangur sem náðst hefur, er ekki síður að þakka bæjarstarfsmönnum og íbúum Sandgerðisbæjar sem tóku á sig mikla vinnu og þungar byrðar og það ber að þakka. 


Við skulum horfa fram á veginn og hefja uppbyggingu á ný með batnandi afkomu. Við skulum hlúa að nærumhverfi okkar, styðja við yngri sem og eldri bæjarbúa og byggja upp samfélag þar sem hver einstaklingur geti notið sín.


Sjálfstæðismenn og óháðir í Sandgerði bjóða fram kraftmikið og hæfileikaríkt fólk sem er tilbúið að leggja fram krafta sína í þágu bæjarbúa.


Við viljum vinna með ykkur í að gera gott samfélag enn betra og biðjum um stuðning ykkar á kjördag.

Vinnum saman

Setjum X við D


Hólmfríður Skarphéðinsdóttir

Skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðismanna og óháðra í Sandgerðisbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024