Uppboð til styrktar Ómari Ragnarssyni
Núna stendur yfir styrktaruppboð fyrir Ómar Ragnarsson á kassi.is. Eins og allir vita hefur Ómar Ragnarsson lagt allt sitt undir og kostað kvikmyndina „Á meðan land byggist“, bókina „Kárahjúkar með og á móti“ og nú vinnur hann að kvikmyndatöku úr Örkinni á Hálslóni.
Hvaða skoðanir sem menn kunna að hafa á framkvæmdunum fyrir austan er ljóst að með skráningu sinni á heimildum hefur Ómar unnið afar mikilvægt starf sem enginn annar tók að sér að vinna. Ætla má að komandi kynslóðir muni þakka Ómari enn þá verður hann löngu dauður „landi og lýð til hagsældar“ eins og hann söng með Bubba á dögunum.
Vonandi tekst núlifandi kynslóðum að brúa efnahagslegt bil en eins og fram hefur komið hefur Ómar lagt aleiguna undir og er skuldugur upp fyrir haus þegar sígur á seinni hluta langrar og farsællar starfsævi, sorglegt en satt.
Um styrktaruppboðið á kassi.is sjá,
http://www.landvernd.is/frettirpage.asp?ID=2026
Aðrir tenglar í þessu samhengi:
http://kassi.is/general_detail.php?ID=381
og.
http://www.hugmyndaflug.is/
Einnig er hægt að styðja Ómar beint því að leggja inn á reikning Hugmyndaflugs ehf.
Kt. 611085 – 0529
Bankareikningur: 0101 – 26 - 101717
Olíumálverk á striga (stærð 110 cm x 82 cm) máluð 2003, eftir Jóhann G. Jóhannsson.
Kassi.is hefur ákveðið að hefja styrktaruppboð.
Oft á tíðum eru málefni, einstaklingar eða fjölskyldur sem þarfnast sérstaks stuðnings þar sem málefni þeirra heyrir ekki undir neina ákveðna stofnun eða tryggingar sem tryggja etv. ófyrirséðan skaða sem viðkomandi hefur orðið fyrir.
Þeir einstaklingar eða fyrirtæki sem hafa áhuga að styðja viðkomandi einstakling eða málstað geta því gefið hlut eða hluti á viðkomandi styrktaruppboð, ágóðinn rennur óskiptur til viðkomandi.
Fyrsta styrktaruppboð þessarar tegundar verður haldið til stuðnings Ómari Ragnarssyni en hann vinnur að því að skapa sátt meðal þjóðarinnar um Kárahnjúkavirkjun. Það er að frumkvæði Jóhann G Jóhannssonar, tónlistar- og mynldistarmanns, sem þjóðhetjan Ómar Ragnarsson varð fyrir valinu sem fyrsta samstarfsverkefnið á þessu sviði en Jóhann hefur gefið olíumálverkið Ofar Jörðu (verð samkv. verðskrá kr. 350.000) sem boðið verður upp á kassi.is til stuðnings málefninu.
Mynd af Ómari að fleyta myndum á hálendinu af vefnum Hugmyndaflug.is