Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Fimmtudagur 11. apríl 2002 kl. 14:00

Ungt fólk með nýtt framboð í Sandgerði

Nýtt framboð til sveitarstjórnar er að koma fram í Sandgerði þessa dagana. Hópur fólks kom saman til fundar nú í vikunni og framboðslisti verður kynntur nk. þriðjudag. Grétar Mar Jónsson, skipsstjóri, hefur verið orðaður við framboðið. Hann staðfesti í samtali við Víkurfréttir að hann kæmi að framboðinu en aðallega væri það ungt fólk í Sandgerði sem yrði í efstu sætum listans. Með Grétari kemur Ólafur Þór Ólafsson og fleiri að framboðsmálunum.„Við erum hér áhugahópur um stjórnmál sem ætlum að bjóða fram óháðan lista við bæjarstjórnarkoningarnar í vor. Hinir flokkarnir eru ekki að sýna miklar breytingar á framboðslistum en við ætlum að tefla fram ungu fólki með ferskar hugmyndir í bæjarmálum,“ sagði Grétar Mar Jónsson í samtali við Víkurfréttir í dag.
Hér er mikill hugur í fólki og við finnum fyrir miklum áhuga fólks á þessu framboði okkar, sagði Grétar jafnframt. „Það er vonandi að nýja framboðið hleypi auknu lífi í stjórnmálaumræðuna í bæjarfélaginu,“ sagði Grétar að endingu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024