Unglingaráð Víðis heldur skötu- og fiskhlaðborð
Föstudaginn 17. desember mun unglingaráð Víðis í Garðinum halda skötu- og fiskihlaðborð fyrir alla matgæðinga á Suðurnesjum. Veislan verður í Samkomuhúsinu í Garðinum kl. 11:00-14:00 og aftur seinni part dags frá kl. 17:30-20:30.
Boðið verður uppá skötu, plokkfist, siginn fisk, saltfisk og hnoðmör. Verðinu er stillt í hóf og kostar einungis 2.500 kr. fyrir manninn.
Hægt er að panta borð hjá Erlu í síma 863-0118 eða Kareni í síma 848-6229.