Ungir sjálfstæðismenn styðja framkvæmdastjórn HSS
Heimir, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, lýsir yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Allir þeir sem lögðu lið við söfnun fjármagns í byggingu D – álmunar geta verið stoltir af sínu framlagi og að fagaðilar stofnunarinnar leiti leiða til að nýta sem best bygginguna í þágu allra Suðurnesjamanna.
Jafnframt skorar Heimir á bæjarfulltrúa og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, að flýta fyrirhuguðum framkvæmdum við byggingu langlegu rýmis í Reykjanesbæ. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt gegnt foryrstuhlutverki sínu af mikilli ábyrgð og skilningi hvað málefni samfélagsins varðar.
Jafnframt skorar Heimir á bæjarfulltrúa og þingmenn Sjálfstæðisflokksins, að flýta fyrirhuguðum framkvæmdum við byggingu langlegu rýmis í Reykjanesbæ. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt gegnt foryrstuhlutverki sínu af mikilli ábyrgð og skilningi hvað málefni samfélagsins varðar.