Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Ungbarnasöngnámskeið í Keflavík
Sunnudagur 23. september 2012 kl. 04:00

Ungbarnasöngnámskeið í Keflavík

Fimmtudaginn 27. sept. kl. 11:00 hefst í "Gamla Grágásar húsinu" í Keflavík ungbarnasöngnámskeið í umsjá Ester Daníelsdóttur van Gooswilligen.

Ungbarnatrallið eða "Babysong" er frábært námskeið sem farið hefur sigurför um alla Skandinavíu. Námskeiðið að þessu sinni er sérstaklega ætlað ungum mæðrum og nær yfir 10 skipti.

Námskeiðið er ókeypis og er skráning þegar hafin. Hámark 12 börn með foreldri komast að.
Nánari upplýsingar og skráning eru hjá Ester í síma 694 3146 eða hjá [email protected]

Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024