Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Undirbúningur Sandgerðisdaga 2010 er hafinn
Þriðjudagur 6. júlí 2010 kl. 09:43

Undirbúningur Sandgerðisdaga 2010 er hafinn

Kæru Sandgerðingar

Nú er undirbúningur fyrir Sandgerðisdaga 2010 hafinn. Líkt og undanfarin ár er búist við því að margt verði um að vera síðustu vikuna í ágúst og hámarkstemningu náð á laugardagskvöldinu 28. ágúst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sandgerðisdagar eru hátíð fjölskyldunnar með það að markmiði að fjölskyldur og vinir komi saman og eigi saman góðar stundir.

Líkt áður er óskað eftir þátttöku bæjarbúa sem hefur einkennt dagana meira frá ári til árs. Er það einskær vilji þeirra sem að skipulagningu daganna koma að ná að móta dagskrá sem sýnir þann fjölbreytileika sem býr í mannlífinu í Sandgerði.

Áfram verður hægt að fylgjast með framgangi mála hjá þeim Selmu og Smára á 245.is og sandgerdisdagar.is.

Við óskum eftir hugmyndum og framlagi ykkar, bæði fyrirtækja og einstaklinga, til að gera hátíðina sem glæsilegasta.

Með þakklæti fyrir það sem liðið er og með von um skemmtilegt og gott samstarf á Sandgerðisdögum 2010

Fyrir hönd Ferða- og menningarráðs Sandgerðisbæjar
Bergný Jóna Sævarsdóttir, verkefnisstjóri.
[email protected]
sími: 899-6397