Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 26. nóvember 2002 kl. 16:56

Undarlegur fréttaflutningur úr Eyjum

Í fréttagrein sem ber yfirskriftina „Öðrum hvorum Suðurnesjamanninum, Kristjáni Pálssyni eða Árna R. Árnasyni varð að fórna“ sem birtist á fréttavef Suðurlands, sudurland.net er fjallað um baráttuna milli Árna Ragnars Árnasonar og Kristjáns Pálssonar varðandi sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í fréttinni er því haldið fram að það geti varla talist eðlilegt að tveir Suðurnesjamenn skipi fjögur efstu sætin á listanum. Meðfylgjandi er fréttin sem birtist á fréttavef Suðurlands: „Það er ekki erfitt að setja sig í spor Kristjáns Pálssonar, eftir að ákvörðun uppstillingarnefndar Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi var lýðum ljós. Að vera hent út af listanum er auðvitað afar sárt. En ef málið er skoðað í samhengi, þá var það ljóst, að einhverjum sitjandi þingmanni í Suðurkjördæminu varð að fórna, til að koma Vestmannaeyingnum, Guðjóni Hjörleifssyni í eitt af fjórum efstu sætunum. Þar hlýtur valið að hafa staðið milli Árna R. Árnasonar eða Kristjáns Pálssonar, því varla getur það talist eðlilegt að tveir Suðurnesjamenn væru í þriggja til fjögurra manna þingliði Sjálfstæðismanna í kjördæminu. Árnesingar, Vestmannaeyingar og Rangvellingar, hver fyrir sig, hljóta að eiga sterkt tilkall til eins af fjórum efstu sætunum, að ógleymdum austursýslunum. Það var því óumflýjanleg niðurstaða nefndarinnar, að öðrum hvorum Suðurnesjamanninum varð að fórna.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024