Umræðufundur um stam í Reykjanesbæ
Fundur um stam, talþjálfun og hvernig er að lifa með stami verður haldinn 28. nóvember í Kjarna, Hafnargötu 57, 2. hæð. Fundurinn hefst kl. 20:00 og lýkur ekki seinna en kl. 22:00. Fundurinn er einkum ætlaður fólki sem stamar og aðstandendum barna sem stama.
Stutt erindi flytja Björn Tryggvason formaður Málbjargar og Kristinn Hilmarsson talmeinafræðingur. Að erindum loknum munu þeir sitja fyrir svörum.
Kristinn mun fjalla um stam (einkenni og fylgikvilla) og talþjálfun. Björn kallar erindi sitt: Að lifa með stami.Málbjörg er félag um stam og í annarri grein laga félagsins segir um tilgang:
"Að gefa þeim sem stama möguleika á að hjálpa hver öðrum með því að ræða saman í góðu umhverfi og skiptast á skoðunum og reynslu. Að standa vörð um hagsmuni þeirra sem stama gagnvart yfirvöldum, skólum og atvinnulífi. Að auka þekkingu þeirra sem stama og annarra á stami, vandamálum þeirra sem stama og meðferðum við stami." (Úr lögum Málbjargar)
Björn stamar sjálfur og í formannstíð sinni hefur hann kynnst mörgum sem stama og þekkir vel það sem brennur heitast á fólki sem stamar og aðstandendum þeirra.
Kristinn Hilmarsson hefur starfað á Suðurnesjum frá hausti ´91 og á þeim tíma hafa margir Suðurnesjamenn verið í talþjálfun um skemmri eða lengri tíma.
Glíman við stamið er snúin og erfið og það er ómetanlegt að geta hitt samferðamenn sína sem einnig glíma við sama vanda.
Samræður á eftir erindum verða frjálslegar, yfir kaffibollum, og ekki verður nauðsynlegt að stíga í pontu.
Kristinn Hilmarsson, talmeinafræðingur
Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar.
Stutt erindi flytja Björn Tryggvason formaður Málbjargar og Kristinn Hilmarsson talmeinafræðingur. Að erindum loknum munu þeir sitja fyrir svörum.
Kristinn mun fjalla um stam (einkenni og fylgikvilla) og talþjálfun. Björn kallar erindi sitt: Að lifa með stami.Málbjörg er félag um stam og í annarri grein laga félagsins segir um tilgang:
"Að gefa þeim sem stama möguleika á að hjálpa hver öðrum með því að ræða saman í góðu umhverfi og skiptast á skoðunum og reynslu. Að standa vörð um hagsmuni þeirra sem stama gagnvart yfirvöldum, skólum og atvinnulífi. Að auka þekkingu þeirra sem stama og annarra á stami, vandamálum þeirra sem stama og meðferðum við stami." (Úr lögum Málbjargar)
Björn stamar sjálfur og í formannstíð sinni hefur hann kynnst mörgum sem stama og þekkir vel það sem brennur heitast á fólki sem stamar og aðstandendum þeirra.
Kristinn Hilmarsson hefur starfað á Suðurnesjum frá hausti ´91 og á þeim tíma hafa margir Suðurnesjamenn verið í talþjálfun um skemmri eða lengri tíma.
Glíman við stamið er snúin og erfið og það er ómetanlegt að geta hitt samferðamenn sína sem einnig glíma við sama vanda.
Samræður á eftir erindum verða frjálslegar, yfir kaffibollum, og ekki verður nauðsynlegt að stíga í pontu.
Kristinn Hilmarsson, talmeinafræðingur
Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar.