Umönnunargreiðslur til foreldra
Kynningar fyrir foreldra sem njóta umönnunargreiðslna frá Reykjanesbæ verða haldnar í Kirkjulundi kl.20:00 til 22:00 þriðjudaginn 14.nóvember og fimmtudaginn 16.nóvember. Upplýsingar um dagsetningar á kynningum í desember og allt árið 2007 eru á www.reykjanesbaer.is
Foreldrar hafa þrjá mánuði til að sækja kynningar frá því greiðslur til þeirra hefjast. Gert er ráð fyrir að báðir foreldrar sæki kynningarnar.
Tilgangur með umönnunargreiðslunum er að gefa fjölskyldum aukinn möguleika á samvistum á mikilvægu þroskaskeiði barnsins,en jafnframt að tryggja að foreldrar viti um þá þjónustu sem býðst barnafjölskyldum í Reykjanesbæ og veita nýjustu upplýsingar um rannsóknir á þroska og vexti ungbarna.
Skráning á kynningarnar fer fram í Kjarna Hafnargötu 57 í síma 421 6700 eða á netfangið [email protected].