Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Umhverfisviðurkenningar í Garði: Óskað eftir ábendingum
Miðvikudagur 4. júlí 2007 kl. 10:51

Umhverfisviðurkenningar í Garði: Óskað eftir ábendingum

Umhverfisnefnd Garðs óskar eftir ábendingum frá íbúum bæjarins til umhverfisviðurkenninga fyrir fallega garða og götur, betrumbætur á húsum og lóðum og jákvætt framtak gagnvart umhverfinu.


Umhverfisviðurkenningar og verðlaun verða veitt fimmtudaginn 12. júlí nk. og koma fyrirtæki og félagasamtök til greina eins og heimili. Einnig verða veitt svokölluð hvatningarverðlaun fyrir snyrtilegt heildarútlit götu í bænum. Umhverfisnefnd fer á stúfana í byrjun júlí og skoðar garða og götur en íbúar eru hvattir til þess að koma með ábendingar fyrir 6. júlí nk. Þær má senda með tölvupósti á netfangið [email protected], í síma 690-2732 (Særún Ástþórsd.) eða með því að hafa samband við aðra nefndarmenn.


Sumarkveðjur
Umhverfisnefnd Garðs

 

Mynd: Íbúar að Skagabraut 18 fengu verðlaun í fyrra fyrir fallegan og vel hirtan garð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024