Umhverfismál í Garði
Hverju málefni sem unnið er að þarf að setja skýra stefnu því án markmiða og áætlana verður stjórnendum lítið úr verki. Umhverfismál eru engin undantekning hvað þetta varðar en athuganir Landsskrifstofu Staðardagskrár 21 hafa sýnt að umhverfismál eru í dag fullgildur málaflokkur í stefnu allra stjórnmálaflokka.
Því miður virðist því ekki vera þannig háttað í Garðinum. Þar er engin umhverfisstefna sýnileg íbúum. Víst hefur grænum svæðum fjölgað í sveitarfélaginu með gróðursetningu trjáplantna, áhugi íbúa á fegrun umhverfis fer vaxandi og það er vissulega skref í rétta átt. Við megum hins vegar ekki takmarka umhverfisstefnu okkar við fegrun á nánasta umhverfi. Umhverfismál eru svo mikið víðari málaflokkur og svo margt annað sem skiptir máli.
Staða umhverfismála í Garðinum er slæm. Helst ber að nefna frárennslismál sem eru ekki í samræmi við gildandi reglugerðir Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Samkvæmt mælingum HES á skólpmengun við höfnina hefur komið í ljós að hún er yfir leyfilegum mörkum. Samgöngum til nágrannabæjarfélaga er ábótavant sem hefur þau áhrif að þörf fyrir einkabílarekstur er meiri. Einnig má nefna upplýsingaflæði og þjónustu við íbúa um málefni tengd umhverfinu, s.s. endurvinnslu og helstu atriði varðandi umhverfisvernd.
Í Garðinum hefur heldur ekki verið unnið að áætlanagerð og formlegri samþykkt Staðardagskrár 21 þrátt fyrir mögulega aðstoð frá Sambandi Sveitarfélaga í þeim efnum. Staðardagskrá 21 er áætlun sem öllum sveitarstjórnum heimsins er ætlað að gera í samræmi við ályktun Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiró 1992. Hér er um að ræða áætlun um þau verk sem vinna þarf í hverju samfélagi um sig til að nálgast markmiðið um sjálfbæra þróun á 21. öldinni. Samband Sveitarfélaga hefur síðan árið 1998 boðið sveitarstjórnum ráðgjöf og aðstoð við að stíga fyrstu skrefin í átt að umhverfisvænna samfélagi. Sú aðstoð stendur sveitarfélögum til boða til loka ársins 2006.
Garður hefur enn möguleika á að grípa tækifærið og vinna að bættu samfélagi með skýrri umhverfisstefnu. Við megum ekki lengur sitja aðgerðarlaus og láta eins og umhverfið skipti okkur ekki máli. N-listinn leggur mikla áherslu á umhverfismál og setur raunhæf og framkvæmanleg markmið með stefnu sinni í þeim málum. Við teljum mikilvægt að unnið sé markvisst að bættu samfélagi þar sem m.a. umhverfisvernd er höfð í fyrirrúmi. Með auknu samstarfi við leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu vill N-listinn styrkja og auka möguleika skólanna til umhverfisfræðslu. Aukið upplýsingaflæði og virk þátttaka íbúa skiptir líka miklu máli en N-listinn vill bæta þjónustu og aðgengi varðandi endurvinnslu svo eitthvað sé nefnt.
Kæru Garðbúar, látum ekki aðgerðarleysi í umhverfismálum viðgangast lengur. Garðurinn er falleg náttúruperla og okkur ber skylda til að halda því þannig um ókomna framtíð. Við höfum einnig alla burði til að skara fram úr á sviði umhverfismála og vera til fyrirmyndar en ekki eftirbátar annarra. Ég hvet ykkur eindregið til að skoða umhverfisstefnu okkar betur á heimasíðu listans: www.nlistinn.is. Og setja svo X við N í vor.
Særún Rósa Ástþórsdóttir
skipar 5. sæti N-listans í Garði
Því miður virðist því ekki vera þannig háttað í Garðinum. Þar er engin umhverfisstefna sýnileg íbúum. Víst hefur grænum svæðum fjölgað í sveitarfélaginu með gróðursetningu trjáplantna, áhugi íbúa á fegrun umhverfis fer vaxandi og það er vissulega skref í rétta átt. Við megum hins vegar ekki takmarka umhverfisstefnu okkar við fegrun á nánasta umhverfi. Umhverfismál eru svo mikið víðari málaflokkur og svo margt annað sem skiptir máli.
Staða umhverfismála í Garðinum er slæm. Helst ber að nefna frárennslismál sem eru ekki í samræmi við gildandi reglugerðir Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Samkvæmt mælingum HES á skólpmengun við höfnina hefur komið í ljós að hún er yfir leyfilegum mörkum. Samgöngum til nágrannabæjarfélaga er ábótavant sem hefur þau áhrif að þörf fyrir einkabílarekstur er meiri. Einnig má nefna upplýsingaflæði og þjónustu við íbúa um málefni tengd umhverfinu, s.s. endurvinnslu og helstu atriði varðandi umhverfisvernd.
Í Garðinum hefur heldur ekki verið unnið að áætlanagerð og formlegri samþykkt Staðardagskrár 21 þrátt fyrir mögulega aðstoð frá Sambandi Sveitarfélaga í þeim efnum. Staðardagskrá 21 er áætlun sem öllum sveitarstjórnum heimsins er ætlað að gera í samræmi við ályktun Heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun í Ríó de Janeiró 1992. Hér er um að ræða áætlun um þau verk sem vinna þarf í hverju samfélagi um sig til að nálgast markmiðið um sjálfbæra þróun á 21. öldinni. Samband Sveitarfélaga hefur síðan árið 1998 boðið sveitarstjórnum ráðgjöf og aðstoð við að stíga fyrstu skrefin í átt að umhverfisvænna samfélagi. Sú aðstoð stendur sveitarfélögum til boða til loka ársins 2006.
Garður hefur enn möguleika á að grípa tækifærið og vinna að bættu samfélagi með skýrri umhverfisstefnu. Við megum ekki lengur sitja aðgerðarlaus og láta eins og umhverfið skipti okkur ekki máli. N-listinn leggur mikla áherslu á umhverfismál og setur raunhæf og framkvæmanleg markmið með stefnu sinni í þeim málum. Við teljum mikilvægt að unnið sé markvisst að bættu samfélagi þar sem m.a. umhverfisvernd er höfð í fyrirrúmi. Með auknu samstarfi við leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu vill N-listinn styrkja og auka möguleika skólanna til umhverfisfræðslu. Aukið upplýsingaflæði og virk þátttaka íbúa skiptir líka miklu máli en N-listinn vill bæta þjónustu og aðgengi varðandi endurvinnslu svo eitthvað sé nefnt.
Kæru Garðbúar, látum ekki aðgerðarleysi í umhverfismálum viðgangast lengur. Garðurinn er falleg náttúruperla og okkur ber skylda til að halda því þannig um ókomna framtíð. Við höfum einnig alla burði til að skara fram úr á sviði umhverfismála og vera til fyrirmyndar en ekki eftirbátar annarra. Ég hvet ykkur eindregið til að skoða umhverfisstefnu okkar betur á heimasíðu listans: www.nlistinn.is. Og setja svo X við N í vor.
Særún Rósa Ástþórsdóttir
skipar 5. sæti N-listans í Garði