Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Umhverfið er okkar
Miðvikudagur 18. október 2006 kl. 12:55

Umhverfið er okkar

Málefnaþing Sambands ungra sjálfstæðismanna verður haldið í Reykjanesbæ helgina 20.-22. október næstkomandi. Yfirskrift málefnaþingsins er „Umhverfið er okkar“ og verður það helgað umhverfismálum að þessu sinni. Skráning á þingið er hafin og hægt er að skrá sig á [email protected].

Þinggjald verður 2.900 kr. og er öllum opið en aðeins geta þó flokksbundnir ungliðar í Sjálfstæðisflokknum greitt atkvæði við afgreiðslu ályktana þingsins. Gisting er í boði á Hótel Keflavík. Verð fyrir tveggja manna herbergi er 8.800 kr. nóttin, en 6.600 kr. í eins manns herbergi.

Meðal þeirra sem taka til máls á þinginu eru Geir H. Haarde, forsætisráðherra, Friðrik Sophusson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Andri Snær Magnason og margir fleiri.

Nánari upplýsingar má finna á www.homer.is


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024