Umferðarreglur í Reykjanesbæ
Þegar ég flutti hingað til Reykjanesbæjar fyrir 15 árum tók ég eftir þeim ósið hjá ökumönnum að hleypa gangandi vegfarendum yfir á rauðu ljósi á gangbrautum. Fannst mér þetta frekar algengt en hugsaði ekkert frekar um þetta. Nú þegar ég á tvö börn í grunnskóla sem fara yfir Njarðarbraut á leið sinni í Njarðvíkurskóla, hef ég tekið enn meira eftir þessu.
Ég hleypi börnunum út úr bílnum við gangbrautarljósin og fylgist með þeim ganga yfir götuna og yfir í skrúðgarðinn. Í leiðinni fylgist ég með umferðinni og það er með ólíkindum hversu illa ökumenn fara eftir umferðar reglunum. Börnin lærðu það strax í leikskóla, hjá Lúlla löggubangsa, að það ætti að ýta á takkann, bíða eftir að umferð stöðvist og græni karlinn birtist og þá mega þau ganga rólega yfir. En í meir en helming tilfella þá stöðva ökumenn bifreið sína um leið og þeir sjá barn bíða við umferðaljósið (þó svo að það sé grænt á akandi umferð) og bíða eftir því að barnið hlaupi yfir á r auðu ljósi. Oft (eins og börnin mín gera) láta þau sem þau sjái ekki bílana sem bíða, og bíða bara eftir græna karlinum og á meðan myndast löng röð af bílum. Þegar græni karlinn kemur og börnin fara yfir eru oft komnir 5-6 bílar í röð og allir orðnir óþolinmóðir. Stundum er barn búið að ýta á takkann þegar bíll stoppar um leið, barnið hleypur yfir á rauðu, bíllinn sem stoppaði keyrir áfram en þá er komið rautt á þá bíla sem á eftir koma og þeir þurfa að bíða á rauðu ljósi og engin börn á ferli.
Börnin mín hafa stundum sagt að þeim sé illa við að fara þarna yfir af því að bílarnir flauta á þau. S.s ef að börnin mín brjóta ekki umferðarreglurnar og fara yfir á rauðu ljósi þá er flautað á þau og þau hvött til að hlaupa yfir. En það sem bílstjórar átta sig ekki á er að umferðin liggur í báðar áttir. Þó svo að þeir stoppi hjá barninu og barnið sér hans bíl, þá er ekkert víst að bíllinn sem á móti kemur taki eftir barninu, enda er grænt ljós á umferðina, og við vitum v el að athygla barna á þessum aldri (1-5 bekk) er ekki alltaf 100%. Ég lenti í því sem barn að það var keyrt á mig á gönguljósum, ég fór reyndar yfir á grænu, en hljóp í veg fyrir bíl sem fór yfir á rauðu ljósi. Þannig að ég veit hvernig það er að vera 6 ára á gjörgæsludeild eftir að bíll keyrði á mig og það er ekki skemmtilegt.
Þarna er verið að skapa mikla hættu og um leið er þeim skilaboðum komið til barnanna að þeim er óhætt að hlaupa yfir götur, hvar og hvenær sem er. S.s starf Lúlla löggubangsa er unnið fyrir gíg.
Kær kveðja, Birna Huld