Umdeildir jarðvegsflutningar
Umdeildir jarðvegsflutningar
Í síðasta tölublaði Víkurfrétta ritaði þingmaðurinn Hjálmar Árnason um Nikkelsvæðið í Reykjanesbæ. Lýsti hann að vonum yfir ánægju sinni yfir því að þennan mengaða jarðveg væri loks verið að flytja burtu. En hvert er hann fluttur? Jú yfir í næsta sveitarfélag, Sandgerði! Og það er gert án nokkurrar meðhöndlunar.
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar hefur mótmælt aðgerðum við hlutaðeigandi yfirvöld enda stóð hún í þeirri trú eftir viðræður við Heilbrigðiseftirlit Sundurnesja að forhreinsun færi fram á svonefndum Patterson flugvelli. Þar átti að bæta við hreinsunarefnum áður en jarðvegurinn væri samþykktur og talinn ómengaður sem þekjuefni á urðunarstað í umdæmi Sandgerðisbæjar.
Þar sem það er ljóst að Hjálmar Árnason er þingmaður allra Suðurnesjabúa geri ég ráð fyrir að hann hafi ekki vitað af því hvernig væri í pottinn búið. Mikil óánægja er meðal íbúa sveitarfélagsins, mótmælalistar liggja þéttskrifaðir frammi í verslunum. Vill ekki þingmaður okkar kynna sér þessi mál og gera Sandgerðingum grein fyrir niðurstöðunni til dæmis í Víkurfréttum þar sem hann kaus að gleðjast með íbúum Reykjanesbæjar? Það væri fróðlegt fyrir okkur að vita hvað hefur orðið til þess að ekki var staðið við þau fyrirheit sem bæjarstjórn Sandgerðisbæjar höfðu verið gefin varðandi þennan jarðvegsflutning.
Sigurbjörg Eiríksdóttir,
bæjarfulltrúi, Sandgerðisbæ.
Í síðasta tölublaði Víkurfrétta ritaði þingmaðurinn Hjálmar Árnason um Nikkelsvæðið í Reykjanesbæ. Lýsti hann að vonum yfir ánægju sinni yfir því að þennan mengaða jarðveg væri loks verið að flytja burtu. En hvert er hann fluttur? Jú yfir í næsta sveitarfélag, Sandgerði! Og það er gert án nokkurrar meðhöndlunar.
Bæjarstjórn Sandgerðisbæjar hefur mótmælt aðgerðum við hlutaðeigandi yfirvöld enda stóð hún í þeirri trú eftir viðræður við Heilbrigðiseftirlit Sundurnesja að forhreinsun færi fram á svonefndum Patterson flugvelli. Þar átti að bæta við hreinsunarefnum áður en jarðvegurinn væri samþykktur og talinn ómengaður sem þekjuefni á urðunarstað í umdæmi Sandgerðisbæjar.
Þar sem það er ljóst að Hjálmar Árnason er þingmaður allra Suðurnesjabúa geri ég ráð fyrir að hann hafi ekki vitað af því hvernig væri í pottinn búið. Mikil óánægja er meðal íbúa sveitarfélagsins, mótmælalistar liggja þéttskrifaðir frammi í verslunum. Vill ekki þingmaður okkar kynna sér þessi mál og gera Sandgerðingum grein fyrir niðurstöðunni til dæmis í Víkurfréttum þar sem hann kaus að gleðjast með íbúum Reykjanesbæjar? Það væri fróðlegt fyrir okkur að vita hvað hefur orðið til þess að ekki var staðið við þau fyrirheit sem bæjarstjórn Sandgerðisbæjar höfðu verið gefin varðandi þennan jarðvegsflutning.
Sigurbjörg Eiríksdóttir,
bæjarfulltrúi, Sandgerðisbæ.