Umboðsmaður skuldara: Opinn kynningarfundur í Virkjun
Umboðsmaður skuldara í samstarfi með Virkjun mannauðs á Reykjanesi verður með opinn kynningarfund fimmtudaginn 18. nóvember kl 17:00 í Virkjun, Ásbrú
Á næstunni mun Umboðsmaður skuldara opna útibú í Reykjanesbæ og því vill embættið halda kynningarfund á Suðurnesjum til að kynna starfsemi sína.
Svanborg Sigmarsdóttir, sviðsstjóri kynningasviðs hjá umboðsmanni skuldara mun fjalla um helstu úrræði embættisins fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum, auk þess að kynna nokkur góð ráð vegna fjármála heimilisins.
Hlutverk embættisins er að veita heimilum í greiðsluerfiðleikum aðstoð, bæta stöðu þeirra og auðvelda einstaklingum að koma á jafnvægi á milli greiðslubyrði og greiðslugetu. Stærstu verkefni umboðsmanns skuldara eru annars vegar að veita aðstoð við greiðsluaðlögun, fyrir þá sem ekki munu geta staðið undir skuldbindingum sínum til framtíðar. Hins vegar er það að veita ráðgjöf og vísa veginn úr skuldavanda. ?Umboðsmaður skuldara skal gæta hagsmuna skuldara, meðal annars með því að:
- Veita þeim sem eiga í greiðsluerfiðleikum ókeypis fjármálaráðgjöf þar sem greiðslugeta er metin
- Í kjölfar ráðgjafar getur umboðsmaður skuldara haft milligöngu um samskipti og samninga við kröfuhafa með hagsmuni skuldara að leiðarljósi
- Aðstoða þá sem eiga í verulegum greiðsluerfiðleikum við að gera samninga um greiðsluaðlögun
- Veita ráðgjöf og fræðslu um fjármál heimilanna
- Útbúa framfærsluviðmið og uppfæra það reglulega
- Taka við erindum og ábendingum um ágalla á lánastarfsemi og koma til viðeigandi eftirlitsstjórnvalds