Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Um snjómokstur og vetrarþjónustu í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 25. febrúar 2010 kl. 14:09

Um snjómokstur og vetrarþjónustu í Reykjanesbæ

Nú þegar við fáum „loksins“ vetur er mikið álag á starfsmönnum Þjónustumiðstöðvar Reykjanesbæjar og undirverktökum þeirra við sjómokstur. Markmið Reykjanesbæjar er að veita hagkvæma vetrarþjónustu sem stuðlar að öryggi vegfarenda og íbúa bæjarins. En við þurfum að forgangsraða og ég ætla að skýra út hvernig verklag er háttað hjá okkur. Rétt er að geta þess að mestu vandræðin skapast þegar vegfarendur fara af stað á illa útbúnum faratækjum, og þá skapast mesta ófærðin en ekki vegna þess að illa sé mokað.


Umsjón: Þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar hefur yfirumsjón með snjómokstri og hálkuvörnum á götum,gangstéttum og göngustígum bæjarins samkvæmt ákveðinni forgangsröðun. Hjá Þjónustumiðstöð er vakt allan sólarhringinn allt árið um kring. Frá 1 okt til 15 apríl fer vaktmaður af stað kl. 4.30 og kannar aðstæður hverju sinni ef líkur eru á að hálka og eða snjór hafi safnast fyrir á götum bæjarins og gerir þá viðeigandi ráðstafanir. Sími Þjónustumiðstöðvar er 420-3200

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Snjómokstur og hálkueyðing gatna: Þær götur sem eru forgangi eru strætóleiðir, stofnbrautir og helstu tengibrautir sem liggja í átt að neyðarþjónustu s.s. sjúkrahúsi,lögreglu og slökkvistöð einnig þær götur sem liggja í átt að skólum og leikskólum. Þær götur sem liggja í brekku eru einnig í forgangi hvað varðar hálkueyðingu. Leitast er við að bílastæði við grunn- og leikskóla sé einnig mokuð en það er ekki í forgangi oftast eru bílastæðin hreinsuð daginn eftir. Húsagötur eru ekki mokaðar nema að þær séu orðnar þungfærar. Ekki er mokað frá innkeyrslum og þurfa íbúar að sjá um það sjálfir. Við hálkueyðingu gatna er eingöngu notast við salt í eins litlu magni og mögulegt er.


Snjómokstur og hálkueyðing gönguleiða: Miðað er við að moka fyrst þær leiðir sem liggja að grunnskólum og leikskólum. Síðan eru gönguleiðir meðfram helstu stofn- og tengibrautum og göngustígar á opnum svæðum hreinsaðir. Við hálkuvarnir á gönguleiðum er notast við salt og sand sem blandað er saman.


Húsagötur og fáfarnari götur: eru aðeins hreinsaðar ef þær eru orðnar þungfærar venjulegum einkabílum sem eru útbúnir til vetraraksturs. Ekki verður mokað frá innkeyrslum og þurfa íbúar því að sjá um það sjálfir.


Vetrarþjónustan miðast við venjulegar vetraraðstæður. Ef að veður ef vont með mikilli ofankomu er reynt eftir fremsta megni að halda þeim götum sem eru í forgangi greiðfærum. Ekki er gert ráð fyrir að mokað sé á tímabilinu frá kl 12 á miðnætti og til 04.30 nema í ýtrustu neyð. Ef von er á hláku er reynt eftir fremsta megni að hreinsa frá niðurföllum þar sem vatn safnast fyrir.


Guðlaugur H. Sigurjónsson

Framkvæmdarstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs