Um náttúrulækningar
Fólk veltir því fyrir sér hvað er náttúrulæknir. Ég hef fengið margar spurningar í gegnum tíðina um starf mitt í náttúrulækningum. Sumar þeirra byggjast á fáfræði en aðrar á forvitni. Ég vil hér útskýra í nokkrum orðum fyrir forvitnum hvað náttúrulækningar eru og þá menntun sem liggur að baki hjá mér.
Í Þýskalandi, þar sem ég er fædd og uppalin, hef ég samtals varið þrettán árum í að mennta mig í náttúrulækningum og er því læknir á sviði náttúrulækninga. Ég er nú á því stigi að geta skrifað doktorsritgerð um náttúrulækningar og gæti þá í framhaldinu skráð mig sem Dr. Birgittu Jónsdóttur Klasen náttúrulækni.
Náttúrulækningar eru kenndar á þremur árum. Til að byrja með er kennd lífeðlisfræði, líkamsfræði, læknisfræði, vefjafræði og sjúkdómafræði. Eftir þrjú árin getur maður bætt við grasalækningum, næringarfræði, homopatíu og augnsjúkdómslýsingu og fleiru.
Ég hef lokið tveimur stigum í mínu námi en þriðja stigið er ritun doktorsritgerðar. Að auki hef ég stundað nám í sálfræðilegri ráðgjöf, sem tengist náttúrulækningum. Einnig hef ég lokið þriggja ára námi í félagsmálaráðgjöf fyrir konur. Einnig hef ég lært þrýstimeðferð, ilmmeðferð, svæðameðferð, súrefnismeðferð, Ziatsumeðferð, öndunarmeðferð og litameðferð. Náttúrulækningar eru þannig yfirgripsmiklar og í Þýskalandi er vel þekkt að náttúrulæknar og heimilislæknar vinna mikið saman. Nánnúrulæknar vísa oft fólki til heimilislækna og heimilislæknar vísa sínum sjúklingum til meðferðar hjá náttúrulæknum.
Náttúrulæknirnar voru fyrst stundaðar í síðari heimsstyrjöldinni árið 1939. Bandarískar og asískar náttúrulæknirnar eru hins vegar öðruvísi en þær evrópsku og tengjast ekki því námi sem ég hef rætt um hér að framan.
Náttúrulæknar mega senda fólk í blóðtöku en hafa ekki heimild til skurðlækninga. Ég hef þá persónulegu skoðun á mínu starfi að vinna bara með höndunum. Ég vil eingöngu fá þær upplýsingar þegar ég vinn með líkamann hvað sé að hrjá hann, og meðhöndla það á viðeigandi hátt.
Ég hef unnið með fólki í yfir 35 ár og fólk verður að vita það að batinn verður ekki á einni nóttu. Þeir sem leggja stund á náttúrulækningar öðlast reynslu sína á mörgum árum, bæði líkamlega og andlega.
Birgitta Jónsdóttir Klasen
náttúrulæknir.