Um málefni Leikskóla
Í Víkurfréttum þann 27 september s.l. skrifar Eysteinn Jónsson grein þar sem segir ,,Nauðsynlegt er að leikskólar taki við börnum frá 12 mánaða aldri. Það er sjálfsögð þjónusta við foreldra og börn. 12 mánaða gömul börn hafa gott að því að komast í leikskóla . Það ýtir undir þroska og er í raun þjónusta sem Reykjanesbær á að setja í forgang.”
Við undirritaðar teljum það æskilegt ef foreldrar hefðu val um að börn þeirra gætu byrjað í leikskóla um leið og fæðingarorlofi lyki. Mikilvægara er að skoða stöðu í leikskólamálum í dag. Við teljum það forgangsatriði að hlúa betur að umhverfisþáttum leikskólans. Rýmið fyrir hvert barn innan leikskólans er of lítið, barnahópar of stórir og barngildi á hvern kennara of hátt.
Í dag er fermetrafjöldi á hvert barn 6,5 undantekning er í leikskólanum Akri í Reykjanesbæ þar sem fermetrafjöldinn er 7,0 sem er yfir því sem reglugerðin segir til um. Þar hefur Reykjanesbær stigið skref í rétta átt. Fermetrafjöldann á hvert barn þarf að auka í öllum leikskólum og væri það akkur í samfélaginu okkar að sýna þar forystu.
Haustið 2004 kom tillaga frá sænskum stjórnvöldum (Kvalitet i förskola, prop. 2004/05:11) að endurskoða stærð barnahópa og barngildi á kennara þar sem rannsóknir benda til að stærð barnahópa og lágt stöðugildi hefur áhrif á gæði leikskólastarfsins. Sérstaklega er þar nefnt að lágt stöðugildi og stórir barnahópar geta haft neikvæð áhrif á málþroska barna, samspil milli barna og fullorðinna, þroska sjálfsmyndarinnar, félagsleg tengsl og valdi streitu, hávaða og árekstrum. Í kjölfarið var talið hæfilegt að stærð hópa miðaðist við 15 börn og kennarar að lágmarki þrír. Í barnahópum frá 1-3 ára ættu að vera færri börn. Í kjölfarið ákvað sænska ríkið að leggja til 5 milljarða sænskra króna næstu þrjú árin til að auka gæði leikskólastarfsins.
Áhugavert er að skoða niðurstöður heilsueflingarverkefnis í leikskólum Reykjavíkur þar kemur m.a fram að hávaði sé alvarlegasta óleysta vinnuverndarmálið í leikskólum sem er í samræmi við það sem kom fram í Svíþjóð. Þurfum við því að skoða málin eins og þau eru í dag áður en við bjóðum yngri börnum leikskólavist
Byrjum á því að ýta undir vellíðan þeirra barna sem fyrir eru. Leggjum áherslu á að fækka börnum í hópum þannig drögum við úr álagi í leikskólum. Hækkum stöðugildið (lækkum barnagildið á hvern kennara) þannig að kennarar hafi tíma og næði til að hlúa enn frekar að hverjum einstaklingi. Stígum réttu skrefin með réttri forgangsröðun.
Virðingarfyllst
Anna Sofia Wahlström
Ingibjörg Guðmundsdóttir
Leikskólakennarar í Reykjanesbæ
Við undirritaðar teljum það æskilegt ef foreldrar hefðu val um að börn þeirra gætu byrjað í leikskóla um leið og fæðingarorlofi lyki. Mikilvægara er að skoða stöðu í leikskólamálum í dag. Við teljum það forgangsatriði að hlúa betur að umhverfisþáttum leikskólans. Rýmið fyrir hvert barn innan leikskólans er of lítið, barnahópar of stórir og barngildi á hvern kennara of hátt.
Í dag er fermetrafjöldi á hvert barn 6,5 undantekning er í leikskólanum Akri í Reykjanesbæ þar sem fermetrafjöldinn er 7,0 sem er yfir því sem reglugerðin segir til um. Þar hefur Reykjanesbær stigið skref í rétta átt. Fermetrafjöldann á hvert barn þarf að auka í öllum leikskólum og væri það akkur í samfélaginu okkar að sýna þar forystu.
Haustið 2004 kom tillaga frá sænskum stjórnvöldum (Kvalitet i förskola, prop. 2004/05:11) að endurskoða stærð barnahópa og barngildi á kennara þar sem rannsóknir benda til að stærð barnahópa og lágt stöðugildi hefur áhrif á gæði leikskólastarfsins. Sérstaklega er þar nefnt að lágt stöðugildi og stórir barnahópar geta haft neikvæð áhrif á málþroska barna, samspil milli barna og fullorðinna, þroska sjálfsmyndarinnar, félagsleg tengsl og valdi streitu, hávaða og árekstrum. Í kjölfarið var talið hæfilegt að stærð hópa miðaðist við 15 börn og kennarar að lágmarki þrír. Í barnahópum frá 1-3 ára ættu að vera færri börn. Í kjölfarið ákvað sænska ríkið að leggja til 5 milljarða sænskra króna næstu þrjú árin til að auka gæði leikskólastarfsins.
Áhugavert er að skoða niðurstöður heilsueflingarverkefnis í leikskólum Reykjavíkur þar kemur m.a fram að hávaði sé alvarlegasta óleysta vinnuverndarmálið í leikskólum sem er í samræmi við það sem kom fram í Svíþjóð. Þurfum við því að skoða málin eins og þau eru í dag áður en við bjóðum yngri börnum leikskólavist
Byrjum á því að ýta undir vellíðan þeirra barna sem fyrir eru. Leggjum áherslu á að fækka börnum í hópum þannig drögum við úr álagi í leikskólum. Hækkum stöðugildið (lækkum barnagildið á hvern kennara) þannig að kennarar hafi tíma og næði til að hlúa enn frekar að hverjum einstaklingi. Stígum réttu skrefin með réttri forgangsröðun.
Virðingarfyllst
Anna Sofia Wahlström
Ingibjörg Guðmundsdóttir
Leikskólakennarar í Reykjanesbæ