Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Um framboð og eftirspurn
Föstudagur 13. mars 2009 kl. 15:33

Um framboð og eftirspurn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ég hef verið þeirra ánægju aðnjótandi síðustu misseri að aðstoðarmaður Kjartans Ólafssonar frá Hlöðutúni í Ölfusi sem er annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Síðustu mánuði hef ég meira segja látið taka mig af launaskrá Alþingis til að geta sinnt því frá skugga umræðu um launamál aðstoðarmanna. Ég taldi heldur ekki rétt að Alþingi borgaði mér laun fyrir það að vera í kosningabaráttu fyrir þingmann.

ALVEG OFBOÐSLEGA FRÆGUR ?
Kjartan er ekki einn þeirra stjórnmálamanna sem vaknar upp að morgni og hugsar hvernig hann geti komið sér í kastljós fjölmiðlana þann daginn. Hann
er vinnusamur og samviskusamur. Hann er fyrsti varaformaður Alþingis og formaður hægri flokkanna á Norðurlöndunum sem segir meira um hann og hans störf en margt annað. Í dag held ég að við Íslendingar þurfum ósérhlífið fólk sem setur hagsmuni fólksins og fyrirtækjanna framar eigin hégóma. Kjartan gengur í verkin af yfirvegun og skynsemi og býr yfir nauðsynlegri seiglu til að hrinda þeim í framkvæmd.

ORKUBOLTINN KJARTAN
Eitt mesta hagsmunamál sem Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum hafa barist fyrir undanfarin ár er álver í Helguvík. Kjartan Ólafsson hefur svo sannarlega reynst því máli vel. Á efnahagslegum uppgangstímum undanfarinna ára, tímum þar sem sumir töldu að óþarfi væri að nýta allar auðlindir þjóðarinnar, var Kjartan einn fremur fárra
stjórnmálamanna sem hafði nægilega víðsýni og kjark til ítreka mikilvægi þess að nýta orkuna á Suðurlandi til stórfeldrar atvinnusköpunar. Hlaut hann bágt fyrir frá mörgum umhverfisverndarsinnanum en beygði þau aldrei af braut sannfæringar sinnar. Hvaðan á orkan til álversins í Helguvík að koma ef ekki af Suðurlandi? Mikið hefur verið tryggt af orku af Reykjanesinu og Hellisheiði en til þess að loka málum þarf orka úr Þjórsá að koma til með milligöngu Landsvirkjunar.

Í UPPHAFI SKAL ENDINN SKOÐA
Ég hvet ykkur til að kjósa Kjartan Ólafsson, alþingismann Sjálfstæðisflokksins í annað sætið á lista Sjálfstæðismanna á laugardaginn og tryggja þannig fjölbreyttan og öflugan lista, Suðurkjördæmi öllu, til heilla. Í komandi þingkosningum þurfa allir sunnlendingar að eiga sterka fulltrúa á listanum okkar.

Einar Bárðarson, Reykjanesbæ