Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Um atvinnumál: Ekkert okkur að kenna
Mánudagur 29. ágúst 2011 kl. 17:00

Um atvinnumál: Ekkert okkur að kenna

Ég er búin að hugsa í dá góðan tíma um þau skrif sem varða atvinnumál hér á Suðurnesjum. Það er eins og um ástar/haturssamband sé að ræða hjá flokkpólitísku fólki héðan af svæðinu, þegar maður les þessar greinar og „ekki benda á mig“ snúningshjólið er enn að skrölta á gömlu lestarteinunum, leggur um mann hroll. Já bendum á Gísla, Gunnar og Geir eða þá Jóhann, Sigga og Frey. Ekkert okkur að kenna, Ó-nei. En kanski er þetta dálítið okkur að kenna ef við spólum aðeins til baka og skoðum sögu okkar. Höfum við haldið vel á spilunum sem okkur var úthlutað eða höfum kastað þeim frá okkur í áranna rás. Í þessu sambandi þá vil ég ekki blanda Varnarsvæðinu inní dæmið sem er önnur saga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Reykjanesbær var fyrir nokkum árum þrjú bæjarfélög Keflavík, Njarðvík og Hafnir. Þetta voru sjávarútvegspláss. Þar sem fólk allstaðar af landsbyggðinni kom á vertíð. Það voru mörg frystihús starfandi á svæðinu eins og Sjöstjarnan, Jökull, HF, Stóramilljón, Littlamilljón, Sa ltver, Baldur, Heimir og önnur sem ég man ekki nöfnin á lengur. Bryggjan var full af bátum sem voru bundnir hver við annann jafnvel þrír í röð og ekki endilega héðan frá svæðinu heldur líka frá öðrum bæjarfélögum utan af landi. Það var fiskimjölsverksmiðja sem spúði peningalyktinni yfir bæjarfélöginn við mismunandi hrifningu bæjarbúa. Maður var bara rétt 12 - 13 ára þegar maður fékk vinnu í frystihúsi og nóg að gera. Hvert fór þetta allt saman? Hvar er Vörubílastöðinn? Hvar er Aðalstöðinn? Hvar eru Keflavíkurvertakar? Hafnirnar í þessum bæjarfélögum? Hvar eru allir bátarnir, skipin og togarnarnir? Hvert fór kvótinn? Voru frysthúsin eða vinna í fiski ekki nógu flott? Eitt var rifið og á þeim reit byggt Flughótel, HF er nú innipúttvöllur og hvað með öll hin?

Ég held að við séum allt of mikið að horfa á einhverja erlenda fjárfesta sem eiga að bjarga öllu hér en ætlum ekki mikið að reyna á okkur sjálf við að gera hlutina. Með því að byggja á því sem við höfum, þekkjum og re ynst hefur okkur vel hér áður fyrr. Hvernig væri það, að barist yrði fyrir auknum byggðarkvóta fyrir svæðið eða einhverjir tækju sig til og settu upp matvælafrystihús þar sem fiskurinn væri full unninn á markað hérlendis eða erlendis. Við erum með Fisktækniskóla í Grindavík sem menntar fólk til sjávarútvegsstarfa í landi og á sjó. Að búa strandveiðibátunum af svæðinu betri aðstöðu í Keflavíkur- eða Njarðvíkurhöfnunum til að stunda sínar veiðar. Setja upp gróðurhús og rækta grænmeti og ávexti, nóg er af jarðvarma á svæðinu. Margt fleira væri hægt að gera ef allir leggðust á eitt héðan af þessu svæði við að framkvæma hlutina. Hætta hinu pólitíska karpi svona einu sinni til tilbreytingar. Ég hélt að þeir væru búnir að uppgötva að sandkassapólitík er „ekki inn“ í dag. Eins að vera með hlutina fasta í hendi áður en farið væri af stað en ekki einhver næstum því verkefni sem vekja falskar vonir hjá fólki. Leggjumst öll sem eitt á árarnar hér í Reykjanesbæ hvað varðar atvinnu up pbyggingu því þá verður róðurinn auðveldari og lendingin farsælli.


Margrét Sigrún Þórólfsdóttir