Um 20.000 á leik með Keflavík
Við erum stödd á nýjum knattspyrnuvelli í Frankfurt í Þýskalandi. Allur hinn glæsilegasti. Hitinn er um 20 gráður, grasið iðjagrænt og áhorfendur streyma til vallarins, flestir með rauða og hvíta trefla.
Stemmningin er gífurleg - eitthvað mikið í aðsigi. Áður en varir eru um 20.000 manns búnir að koma sér fyrir í þægilegum sætum og bíða. Loksins rennur stundin upp - úr risahátölurum eru áhorfendur hvattir til að taka vel á móti sínum leikmönnum hins frábæra liðs úr Bundesligunni - Mainz. Og ekki stendur á viðbrögðum því þessi stuðningsmannahópur þykir sá sterkasti í þýskum fótbolta. Uppi í rjáfri á risaskjá má sjá merki Mainz sem er að leika í fyrsta sinn í Evrópukeppni. Mikil spenna. Við hlið þess má svo sjá hið stóra og kunnuga K - merki Keflavíkur í íþróttum. Já, áhugamannaliðið úr Keflavík er komið á þennan glæsilega völl - eitt íslenskra liða í aðra umferð Evrópukeppni. Þvílíkur árangur og ekki laust við að þeir 60 stuðningsmenn íslenskir er þarna voru fylltust stolti enda full ástæða til.
Gummi skaut í stöng...
Frábær kynnir rennir yfir nöfn leikmanna við gífurlegar undirtektir Þjóðverja og ekki síðri meðal Íslendinga þó lægri væri í decibelum enda þeir 60 á móti 20.0000. Og leikurinn hefst. Strákarnir okkar verjast þungri sókn þýskra en eftir 15 mínútur tekst Mainz að setja heldur ódýrt mark. Má í raun skrifa það á sviðskrekk okkar manna enda fæstir þeirra spilað við slíkar aðstæður áður. Við markið hrökkva strákarnir heldur betur í gang og má vart á milli sjá hvort liðið er í Bundesligunni og hvort leikur í Landsbankadeildinni. Gummi Steinars á eitt af sínum frægu skotum utan af velli, markvörður rétt nær að slá boltann í stöng og......framhjá. Þjóðverjarnir á pöllunum lamast af skelfingu. En knattspyrnan er oft ósannagjörn - Mainz brunar fram, víti og mark. 2:0. Þannig endar leikurinn.
Bræddu áhorfendur
Segja má að frammistaða Keflavíkurliðsins hafi verið félaginu og bænum til sóma. Sjaldan hefur maður séð strákana spila jafn vel saman sem lið og höfðu í fullu tré við atvinnumennina. Þeir kórónuðu svo frammistöðu sína eftir að fluatað var til leiksloka með því að hlaupa "sigurhring" um völlinn og þakka áhorfendum fyrir stemminguna - enduðu hjá hörðustu stuðningsmönnum Mainz og klöppuðu þeim lof í lófa. Völlurinn hreinlega sprakk af gleði enda höfðu þýskir aldrei séð svona glæsilega framkomu íþróttaliðs áður. Þá er ógetið vaskrar framgöngu hinnar einstöku Pumasveitar sem kom með trommur, básúnu og sterk raddbönd alla leið frá Keflavík. Þrátt fyrir háværan söng 20.000 Þjóðverja mátti vel og greinlega heyra í Pumasveitinni og hljómaði KEFLAVÍK...KEFLAVÍK reglulega um hinn stóra völl. Svo mikla athygli vakti Pumasveitin að þýska sjónvarpið sá ástæðu til að taka við þá viðtal í beinni útsendingu í hálfleik.
3. umferð ekki útilokuð
Frammistaða Kefllavíkurliðsins við Mainz var íslenskri knattspyrnu til sóma. Ástæða er til að óska strákunum og Kristjáni, þjálfara, ásamt samhentri sveit aðstoðarmanna, til hamingju með glæsilega frammistöðu. Síðari hálfleikur er eftir. Seinni leikurinn verður á Laugardalsvelli þann 25. ágúst. Sýnum Mainz að íslenskir áhorfendur geta líka látið til sín taka og verið skemmtilegir. Fjölmennum á völlinn og munum að kraftaverkin geta enn gerst í knattspyrnu. Þýsku strákarnir hafa sennilega aldrei leikið í íslesnku haustveðri áður.
Hjálmar Árnason
Stemmningin er gífurleg - eitthvað mikið í aðsigi. Áður en varir eru um 20.000 manns búnir að koma sér fyrir í þægilegum sætum og bíða. Loksins rennur stundin upp - úr risahátölurum eru áhorfendur hvattir til að taka vel á móti sínum leikmönnum hins frábæra liðs úr Bundesligunni - Mainz. Og ekki stendur á viðbrögðum því þessi stuðningsmannahópur þykir sá sterkasti í þýskum fótbolta. Uppi í rjáfri á risaskjá má sjá merki Mainz sem er að leika í fyrsta sinn í Evrópukeppni. Mikil spenna. Við hlið þess má svo sjá hið stóra og kunnuga K - merki Keflavíkur í íþróttum. Já, áhugamannaliðið úr Keflavík er komið á þennan glæsilega völl - eitt íslenskra liða í aðra umferð Evrópukeppni. Þvílíkur árangur og ekki laust við að þeir 60 stuðningsmenn íslenskir er þarna voru fylltust stolti enda full ástæða til.
Gummi skaut í stöng...
Frábær kynnir rennir yfir nöfn leikmanna við gífurlegar undirtektir Þjóðverja og ekki síðri meðal Íslendinga þó lægri væri í decibelum enda þeir 60 á móti 20.0000. Og leikurinn hefst. Strákarnir okkar verjast þungri sókn þýskra en eftir 15 mínútur tekst Mainz að setja heldur ódýrt mark. Má í raun skrifa það á sviðskrekk okkar manna enda fæstir þeirra spilað við slíkar aðstæður áður. Við markið hrökkva strákarnir heldur betur í gang og má vart á milli sjá hvort liðið er í Bundesligunni og hvort leikur í Landsbankadeildinni. Gummi Steinars á eitt af sínum frægu skotum utan af velli, markvörður rétt nær að slá boltann í stöng og......framhjá. Þjóðverjarnir á pöllunum lamast af skelfingu. En knattspyrnan er oft ósannagjörn - Mainz brunar fram, víti og mark. 2:0. Þannig endar leikurinn.
Bræddu áhorfendur
Segja má að frammistaða Keflavíkurliðsins hafi verið félaginu og bænum til sóma. Sjaldan hefur maður séð strákana spila jafn vel saman sem lið og höfðu í fullu tré við atvinnumennina. Þeir kórónuðu svo frammistöðu sína eftir að fluatað var til leiksloka með því að hlaupa "sigurhring" um völlinn og þakka áhorfendum fyrir stemminguna - enduðu hjá hörðustu stuðningsmönnum Mainz og klöppuðu þeim lof í lófa. Völlurinn hreinlega sprakk af gleði enda höfðu þýskir aldrei séð svona glæsilega framkomu íþróttaliðs áður. Þá er ógetið vaskrar framgöngu hinnar einstöku Pumasveitar sem kom með trommur, básúnu og sterk raddbönd alla leið frá Keflavík. Þrátt fyrir háværan söng 20.000 Þjóðverja mátti vel og greinlega heyra í Pumasveitinni og hljómaði KEFLAVÍK...KEFLAVÍK reglulega um hinn stóra völl. Svo mikla athygli vakti Pumasveitin að þýska sjónvarpið sá ástæðu til að taka við þá viðtal í beinni útsendingu í hálfleik.
3. umferð ekki útilokuð
Frammistaða Kefllavíkurliðsins við Mainz var íslenskri knattspyrnu til sóma. Ástæða er til að óska strákunum og Kristjáni, þjálfara, ásamt samhentri sveit aðstoðarmanna, til hamingju með glæsilega frammistöðu. Síðari hálfleikur er eftir. Seinni leikurinn verður á Laugardalsvelli þann 25. ágúst. Sýnum Mainz að íslenskir áhorfendur geta líka látið til sín taka og verið skemmtilegir. Fjölmennum á völlinn og munum að kraftaverkin geta enn gerst í knattspyrnu. Þýsku strákarnir hafa sennilega aldrei leikið í íslesnku haustveðri áður.
Hjálmar Árnason