Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Sunnudagur 27. júlí 2003 kl. 01:33

Týndir þú skógarkettinum þínum?

Kettir virðast mikið í tísku á Suðurnesjum þetta sumarið. Fjölmargir hafa fengið sér lítinn sætan kettling, enda fátt vinarlegra en malandi kisa. Það kemur líka fyrir að kisurnar fara á flakk og rata ekki heim. Skógarköttur úr Njarðvík hefur skotið upp kollinum á Internetinu og vill komast heim.Yrjótt læða af skógarkattakyni fannst í Njarðvíkum þann 26. maí sl. Á myndinni er hún nýrökuð og nýböðuð í Kattholti. (Tilvísunarnúmer kattarins er:: 27.05.2003-02)

Kattholt í Reykjavík veitir skógarkettium húsaskjól. Á vefsíðunni kattholt.is er að finna fjölmarga ketti sem hafa lagst í víking og rata ekki heim.

Kettina vantar alla gott heimili. Þeir hafa komið í Kattholt af ýmsum ástæðum, en flestir hafa villst að heiman og margir verið yfirgefnir af eigendum. Þessi dýr hafa öll átt erfiða daga, vikur og jafnvel mánuði og ófá borið þess merki á líkama og sál þegar þau loks rötuðu í Kattholt. Með læknishjálp og góðri umönnun ná flest heilsu á ný og við reynum að tryggja framtíð þeirra með því að finna þeim góð heimili. Ef þú hefur áhuga á að ættleiða einhvern af þessum köttum viljum við mjög gjarnan heyra frá þér, segir á vef kattavinafélagsins.

Síminn hjá Kattholti er 567-2909 og eigandi skógarkattarins er beðinn um að gefa sig fram.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024