Tvö kaupskip skráð á Íslandi
Aðalfundur Hollvinasamtaka Sjómannaskóla Íslands var haldinn í hátíðarsal skólans 24. febrúar s.l. Á fundinum lýsti Jón B. Stefánsson skólastjóri þeim breytingum sem eru að verða á starfi skólans og þeim væntingum sem gerðar eru um mikla fjölgun í skólanum vegna aukins námsframboðs. Á aðaflundinum voru eftirtaldir kosnir í stjórn:
Kristján Pálsson formaður
Georg Árnason varaformaður og gjaldkeri
Daði Sveinbjörnsson ritari.
Auk þess var kosið 20 manna fulltrúaráð.
Á fundinum var samþykkt samhljóða eftirfarandi ályktun:
Aðalfundurinn lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fækkunar kaupskipa á íslenskri skipaskrá. Er nú svo komið að aðeins tvö kaupskip eru skráð á Íslandi sem er óviðundandi fyrir öryggi eyþjóðar. Námi, þekkingu, reynslu og atvinnu 2-300 íslenskra farmanna er stefnt í hættu. Á meðan Norðurlöndin hafa breytt lögum um rekstur og skattalegt umhverfi kaupskipa sinna með þeim árangri að það stóreykst í flota þeirra eru málin aðeins til skoðunar hjá íslenskum stjórnvöldum. Fundurinn skorar á samgöngu- og fjármálaráðherra að hefja nú þegar undirbúning og afgreiða á yfirstandandi löggjafarþingi skattalagabreytingar með sama hætti og gert hefur verið á hinum Norðurlöndunum. Það mun leiða til fjölgunar í kaupskipaflota Íslendinga og þá jafnframt treysta atvinnuöryggi íslenskra farmanna og auka áhuga íslenskra ungmenna til farmannanáms í húsi sjómanna, Sjómannaskóla Íslands.
Hollvinasamtök Sjómannaskóla Íslands
Kristján Pálsson formaður
Kristján Pálsson formaður
Georg Árnason varaformaður og gjaldkeri
Daði Sveinbjörnsson ritari.
Auk þess var kosið 20 manna fulltrúaráð.
Á fundinum var samþykkt samhljóða eftirfarandi ályktun:
Aðalfundurinn lýsir yfir þungum áhyggjum vegna fækkunar kaupskipa á íslenskri skipaskrá. Er nú svo komið að aðeins tvö kaupskip eru skráð á Íslandi sem er óviðundandi fyrir öryggi eyþjóðar. Námi, þekkingu, reynslu og atvinnu 2-300 íslenskra farmanna er stefnt í hættu. Á meðan Norðurlöndin hafa breytt lögum um rekstur og skattalegt umhverfi kaupskipa sinna með þeim árangri að það stóreykst í flota þeirra eru málin aðeins til skoðunar hjá íslenskum stjórnvöldum. Fundurinn skorar á samgöngu- og fjármálaráðherra að hefja nú þegar undirbúning og afgreiða á yfirstandandi löggjafarþingi skattalagabreytingar með sama hætti og gert hefur verið á hinum Norðurlöndunum. Það mun leiða til fjölgunar í kaupskipaflota Íslendinga og þá jafnframt treysta atvinnuöryggi íslenskra farmanna og auka áhuga íslenskra ungmenna til farmannanáms í húsi sjómanna, Sjómannaskóla Íslands.
Hollvinasamtök Sjómannaskóla Íslands
Kristján Pálsson formaður