Tvær lausar kennslustofur við Heiðarskóla næstu 8-10 ár
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur fellt úr gildi ákvörðun sína frá 8. maí sl. um að Myllubakka- og Heiðarskólahverfi verði sama skólasvæðið. Foreldrar fjölmenntu á bæjarstjórnarfund sl. þriðjudag, þegar þessi ákvörðun var tekin og fögnuðu niðurstöðunni.
Skólahverfi verða óbreytt
Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 8. maí sl. voru skólasvæði Reykjanesbæjar gerð sveigjanleg, sem þýðir að börn eru ekki endilega send í þann skóla sem næstur er heimili þeirra og tilheyrir þeirra hverfi, heldur í þann skóla þar sem viðkomandi árgangur er fámennari. Þetta er gert til að nýta skólahúsin betur.
Kröfur foreldra voru hins vegar þær að skólahverfin væru föst, þ.e. að íbúar gætu gengið að því vísu í hvaða skóla börnin færu og að lausar skólastofur yrðu notaðar þegar árgangar væru sérstaklega fjölmennir. Foreldrar afhentu Ellerti Eiríkssyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar undirskriftalista í fyrir helgi og mótmæltu því að umrædd hverfi yrðu sama skólasvæðið.
Þá tók til máls Skúli Þ. Skúlason, forseti bæjarstjórnar og lagði fram eftirfarandi tillögu;
„Bæjarstjórn samþykkir að fella úr gildi ákvörðun sína frá 8. maí 2001. Bæjarstjórn samþykkir að skólahverfi verði óbreytt frá því sem verið hefur. Húsnæðisvandi fjölmennra árganga verði leystur með lausum kennslustofum. Bæjarstjórn samþykkir að staðsetja tvær lausar kennslustofur við Heiðarskóla nú í haust. Kostnaði er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.“ Undir tillöguna rituðu allir bæjarfulltrúar.
Kostnaður fyrir galtóman bæjarsjóð
Því næst tók til máls Jóhann Geirdal og lagði fram bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. Í henni segir m.a.:
„Þegar bæjarstjórn samþykkti breytingar á skólahverfum á fundi sínum 8. maí sl. var það gert með hliðsjón af skólastefnu bæjarins en þar segir m.a. „Skólasvæði verða sveigjanleg og taka breytingum eftir fjölda barna í árgangi frá ári til árs.”
Vegna mikils mismunar á nemendafjölda í Heiðaskóla og Myllubakkaskóla var talið æskilegt að sameina skólasvæði þessara skóla og að nemendur skiptust sem jafnast milli þeirra, að uppfylltum vissum skilyrðum. Eitt þeirra var „Að nemendur sæki að jafnaði þann skóla sem er styttra frá heimili þeirra.” Um þessa afgreiðslu var samstaða í bæjarstjórninni.
Framkvæmd þessarar samþykktar hefur ekki gengið eftir. (...) Sú lausn sem nú er lögð til, felur í sér að skólahverfum sé haldið óbreyttum, en leysa þann vanda sem skapast vegna stórra árganga með lausum kennslustofum séu ekki aðrar leiðir færar. Nú er ekki tími til að leita sátta um aðrar leiðir því stutt er í að næsta skólaár hefjist. Með það í huga að velferð barnanna og ánægjuleg skólaganga þeirra skipti megin máli stöndum við að þeirri lausn sem hér er lögð til þrátt fyrir að hún hafi í för með sér aukinn kostnað fyrir galtómann bæjarsjóð.
Skilur tilfinningar bæjarbúa
Jóhann tók sérstaklega fram að lausar kennslustofur geti verið ágætis vinnustaður fyrir nemendur og kennara, en sjálfur starfar Jóhann sem kennari. Ellert Eiríksson sagði að í þessu máli hefði komið fram að traust og festa í skólastarfi væri íbúum mjög mikilvæg. „Fólk vill geta gengið að sínum skóla vísum en bæjarstjórnendur hafa kannski ekki gert sér nógu mikla grein fyrir hversu mikilvægt það er fyrir fólk að vera í sínu skólahverfi“, sagði Ellert og upplýsti fundargesti um að kennslustofurnar við Heiðarskóla yrðu þar sennilega næstu 8-10 ár. Að lokum sagði hann að bæjarstjórn Reykjanesbæjar skildi tilfinningar íbúa og gæti skipt um skoðun. Skúli Þ. Skúlason bætti við að það yrði á höndum skólastjórnenda að ákveða hvaða árgangar fari í lausu kennslustofurnar, en sennilega yrðu það 1. bekkingar.
Skólahverfi verða óbreytt
Samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 8. maí sl. voru skólasvæði Reykjanesbæjar gerð sveigjanleg, sem þýðir að börn eru ekki endilega send í þann skóla sem næstur er heimili þeirra og tilheyrir þeirra hverfi, heldur í þann skóla þar sem viðkomandi árgangur er fámennari. Þetta er gert til að nýta skólahúsin betur.
Kröfur foreldra voru hins vegar þær að skólahverfin væru föst, þ.e. að íbúar gætu gengið að því vísu í hvaða skóla börnin færu og að lausar skólastofur yrðu notaðar þegar árgangar væru sérstaklega fjölmennir. Foreldrar afhentu Ellerti Eiríkssyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar undirskriftalista í fyrir helgi og mótmæltu því að umrædd hverfi yrðu sama skólasvæðið.
Þá tók til máls Skúli Þ. Skúlason, forseti bæjarstjórnar og lagði fram eftirfarandi tillögu;
„Bæjarstjórn samþykkir að fella úr gildi ákvörðun sína frá 8. maí 2001. Bæjarstjórn samþykkir að skólahverfi verði óbreytt frá því sem verið hefur. Húsnæðisvandi fjölmennra árganga verði leystur með lausum kennslustofum. Bæjarstjórn samþykkir að staðsetja tvær lausar kennslustofur við Heiðarskóla nú í haust. Kostnaði er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.“ Undir tillöguna rituðu allir bæjarfulltrúar.
Kostnaður fyrir galtóman bæjarsjóð
Því næst tók til máls Jóhann Geirdal og lagði fram bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. Í henni segir m.a.:
„Þegar bæjarstjórn samþykkti breytingar á skólahverfum á fundi sínum 8. maí sl. var það gert með hliðsjón af skólastefnu bæjarins en þar segir m.a. „Skólasvæði verða sveigjanleg og taka breytingum eftir fjölda barna í árgangi frá ári til árs.”
Vegna mikils mismunar á nemendafjölda í Heiðaskóla og Myllubakkaskóla var talið æskilegt að sameina skólasvæði þessara skóla og að nemendur skiptust sem jafnast milli þeirra, að uppfylltum vissum skilyrðum. Eitt þeirra var „Að nemendur sæki að jafnaði þann skóla sem er styttra frá heimili þeirra.” Um þessa afgreiðslu var samstaða í bæjarstjórninni.
Framkvæmd þessarar samþykktar hefur ekki gengið eftir. (...) Sú lausn sem nú er lögð til, felur í sér að skólahverfum sé haldið óbreyttum, en leysa þann vanda sem skapast vegna stórra árganga með lausum kennslustofum séu ekki aðrar leiðir færar. Nú er ekki tími til að leita sátta um aðrar leiðir því stutt er í að næsta skólaár hefjist. Með það í huga að velferð barnanna og ánægjuleg skólaganga þeirra skipti megin máli stöndum við að þeirri lausn sem hér er lögð til þrátt fyrir að hún hafi í för með sér aukinn kostnað fyrir galtómann bæjarsjóð.
Skilur tilfinningar bæjarbúa
Jóhann tók sérstaklega fram að lausar kennslustofur geti verið ágætis vinnustaður fyrir nemendur og kennara, en sjálfur starfar Jóhann sem kennari. Ellert Eiríksson sagði að í þessu máli hefði komið fram að traust og festa í skólastarfi væri íbúum mjög mikilvæg. „Fólk vill geta gengið að sínum skóla vísum en bæjarstjórnendur hafa kannski ekki gert sér nógu mikla grein fyrir hversu mikilvægt það er fyrir fólk að vera í sínu skólahverfi“, sagði Ellert og upplýsti fundargesti um að kennslustofurnar við Heiðarskóla yrðu þar sennilega næstu 8-10 ár. Að lokum sagði hann að bæjarstjórn Reykjanesbæjar skildi tilfinningar íbúa og gæti skipt um skoðun. Skúli Þ. Skúlason bætti við að það yrði á höndum skólastjórnenda að ákveða hvaða árgangar fari í lausu kennslustofurnar, en sennilega yrðu það 1. bekkingar.