Trúnaðarmannafundur hjá STFS
 Starfsmannafélag Suðurnesja hefur boðað til fundar með trúnaðarmönnum félagsins sem starfa hjá sveitarfélögunum á Suðurnesjum. Fundurinn verður haldinn á Flughótelinu miðvikudaginn 1. mars kl. 16.00.
Starfsmannafélag Suðurnesja hefur boðað til fundar með trúnaðarmönnum félagsins sem starfa hjá sveitarfélögunum á Suðurnesjum. Fundurinn verður haldinn á Flughótelinu miðvikudaginn 1. mars kl. 16.00. 
Á fundinum verður rætt um samþykktir sveitarfélaganna á heimild sem Launanefnd hefur gefið þeim til hækkunar á lægstu launum. Þá verður einnig rætt um seinagang Launanefndar við starfsmatsvinnuna.
Trúnaðarmenn félagsins eru hvattir til að mæta á fundinn.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				