Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Trjágróður út fyrir lóðamörk
Mánudagur 16. apríl 2012 kl. 11:00

Trjágróður út fyrir lóðamörk



Mikil gleði fylgir góðu og hlýju sumri og þykja undanfarin ár mjög góð og hafa skilað sér í hraðari vexti gróðurs en við höfum áður vanist. Margir garðar hér í bæ hafa tekið stakkaskiptum og blómstra sem aldrei fyrr. Plöntuval síðustu ára hefur einkennst af harðgerðum og fljótvöxnum plöntum sem margar hverjar krefjast klippinga tvisvar eða oftar á ári og þurfa garðaeigendur að gæta þess að gróður vaxi ekki út fyrir lóðamörk og hindri þar umferð og getur jafnvel valdið tjóni. Trjágróður getur einnig orðið til vandræða þegar kemur að því að hreinsa í burtu snjó af gangstígum.

Hér í bæ vex trjágróður víða út yfir lóðamörk og skorar umhverfis og skipulagssvið á garðaeigendur að klippa og snyrta hjá sér svo allir komist ferða sinna án hindrana, en bæjaryfirvöldum er heimilt að fjarlægja gróður við götur, gangstíga eða opin svæði sem veldur truflunum eða óprýði á kostnað lóðarhafa samkvæmt byggingarreglugerð.

Verum til fyrirmyndar og hjálpumst að við að gera bæinn okkar enn betri. Því þetta er bærinn okkar og ábyrgðin okkar.

Byggingarreglugerð

68. Grein

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

68.4 Þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðamörk við götur, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa.

68.5 Ef gróður á lóð veldur truflun fyrir almenna umferð getur byggingarnefnd krafist þess að hann sé fjarlægður eftir því sem með þarf.

Berglind Ásgeirsdóttir
Garðyrkjufræðingur og yfirmaður Vinnuskóla