Treysta því að heyrnarlaus börn gleymist ekki aftur
– Ályktun frá stjórn FSFH
Stjórn Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra (FSFH) lýsir yfir ánægju með að settir hafi verið fjármunir í námsefnisgerð á táknmáli og ríkið þar með viðurkennt skyldu sína á þessu sviði. Stjórn FSFH treystir því að heyrnarlaus börn gleymist ekki aftur og að námsefnisgerð á táknmáli verði hluti af reglulegri þjónustu ríkisins í framtíðinni.
Fh. FSFH
Björg Hafsteinsdóttir
formaður