Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Trampolínnámskeið FK
Fimmtudagur 22. maí 2008 kl. 13:28

Trampolínnámskeið FK

Dagana 26.-30. maí næstkomandi mun Fimleikadeild Keflavíkur standa að kynningarnámskeiði um örugga notkun á trampolíni. Um er að ræða 90 mínútna námskeið þar sem farið er yfir helstu öryggisatriði sem snúa að noktun trampolína.
 
Námskeiðið verður haldið í B-sal Íþróttahússins við Sunnubraut í Reykjanesbæ og er kostnaður kr. 1200,- á hvern þátttakanda. Þjálfari á námskeiðinu verður Viveka Grip en hún er þjálfari við fimleikadeildina.
 
Áhugasamir sendi tölvupóst á [email protected] með nafni, aldri og farsímanúmeri. Einnig verður tekið við skráningum í síma 862 4558 á milli kl. 10:00-11:30 á laugardag og mánudaginn 26. maí á sama tíma.
 
Mynd: Af veraldarvefnum Það er aldrei of varlega farið!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024