Traffic harmar auglýsingu um Klámkvöld
Eigandi og starfsfólk skemmtistaðarins Traffic biðjast innilegrar afsökunar á auglýsingu skemmtunar sem átti að vera laugardaginn 21. janúar nk. Viðurkenna aðilar að auglýsingin sem birtist hafi verið í grófari kantinum og munu aðilar taka tillit til þess framvegis að gæta skal að hvað er verið að auglýsa og hvað ekki.
Með þessum orðum er Klámkvöldi sem auglýst er á Traffic aflýst.
Eigandi og starfsfólk staðarins munu hér með taka orð móður, sem skrifaði grein til vf.is, til sín og framvegis gæta að og einblína á jafnrétti kynjanna og sjá til þess að „virðing sé borin fyrir báðum kynjunum og þeim gert jafn hátt undir höfði“.
Með kærri þökk,
eigandi og starfsfólk Traffic.
Með þessum orðum er Klámkvöldi sem auglýst er á Traffic aflýst.
Eigandi og starfsfólk staðarins munu hér með taka orð móður, sem skrifaði grein til vf.is, til sín og framvegis gæta að og einblína á jafnrétti kynjanna og sjá til þess að „virðing sé borin fyrir báðum kynjunum og þeim gert jafn hátt undir höfði“.
Með kærri þökk,
eigandi og starfsfólk Traffic.