Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 11. febrúar 2003 kl. 10:34

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar: Opin vika og Dagur tónlistarskólanna

Kennsluvikan 17. til 21. febrúar verður með mjög óhefðbundnu sniði í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Hið venjubundna skólastarf verður þá brotið upp og efnt til ýmis konar annarrar tónlistarupplifunar en venjulegrar tónlistarkennslu. Þessi vika hefur fengið heitið “Opin vika”.Fyrirkomulag kennslunnar verður tvíþætt. Annars vegar eiga nemendur að mæta í ákveðna skyldukúrsa sem tengjast beinlínis hljóðfæranámi þeirra og/eða þeirri deild sem þeir tilheyra í skólanum. Hins vegar velja nemendur sér a.m.k. einn annan kúrs og er þar um nokkra valmöguleika að ræða. Það sem nemendum verður meðal annars boðið upp á sem valgrein er tónlistariðkun sem kallast “Stomp”, dansstýlarnir Afro og Freestyle, nemendum býðst að fá að kynnast ástralska frumbyggjahljóðfærinu Didgeridoo og bjöllukór verður á boðstólum.
Leiðbeinendur í opnu vikunni verða nokkrir af okkar bestu og reyndustu listamönnum eins og til dæmis Jónas Ingimundarson, píanóleikari, Jóhann Ásmundsson bassaleikari sem þekktastur er sem meðlimur hljómsveitarinnar Mezzoforte auk ýmissa jazzhljómsveita, Emilía Jónsdóttir, danskennari, Garðar Cortes, óperusöngvari og Tatu Kantomaa, harmónikuleikari. Einnig munu nokkrir af kennurum skólans verða virkir leiðbeinendur, en aðrir kennarar verða leiðbeinendum til aðstoðar.
Fyrir utan þetta verða haldnir nemendatónleikar í nokkrum af stofnunum Reykjanesbæjar.
Opnu vikunni lýkur svo með dagskrá í Kirkjulundi á Degi tónlistarskólanna, laugardaginn 22. febrúar, þar sem afrakstur Opnu vikunnar verður opinberaður áheyrendum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024