Tónlist frá Suðurnesjum
Ég ætla að fjalla um tónlistarmenn frá Suðurnesjum frá byrjun sjötta áratugarins til dagsins í dag. Ég ætla fjalla um upphaf þeirra í tónlistarbransanum og um líf þeirra. Ég hef alltaf verið svakalegur tónlistaráhugamaður og hef hlustað á alla tegundir tónlistar.
Ég sæki mikið tónleika og allskonar tónlistarhald. Held mikið uppá hljómsveitir og tónlistarmenn á borð við Keane, Coldplay, Pearl Jam, Mumford and Sons, Of Monsters and Men, Beastie Boys, Valdimar, Hjálmar, Led Zepplin, Pink Floyd, Mugison, Retro Stefson, Vilhjálm Vilhjálmsson, KK, James Brown, Ray Charlies, Johnny Cash, Fleetwood Mac, The Lumineers, John Mayer, Labrinth og Jason Mraz. Ég stofnaði fréttasíðu á Facebook sem heitir Málefnahornið þar sem ég set inn á fréttir og tala um mál tengd tónlist, kvikmyndum, lífinu og mínum greinum sem ég skrifa sjálfur og eru birtar í Víkurfréttum.
Einn af þekktustu dægurlagasöngkonum Íslands var Henný Eldey Vilhjálmsdóttir, öðru nafni Ellý Vilhjálmsdóttir. Hún var fædd 28. desember árið 1935 og uppalin í Merkinesi í Höfnum. Hún var næst elsta systkinið af fjórum. Þeirra á meðal var bróðir hennar Vilhjálmur Vilhjálmsson sem var einn af frægustu lagahöfundum og dægurlagasöngvurum Íslands. Hin systkinin heita Sigurjón, Þóroddur og Maron Guðmars.
Ellý gekk í Héraðsskólann að Laugarvatni þar sem hún átti einhver af bestu skólaárum líf síns og þar fékk hún gælunafnið Ellý. Að loknu námi flutti hún til Reykjavíkur þar sem hún fékk vinnu sem ritari. Samhliða vinnunni fór hún á leiklistarnámskeið hjá Ævari Kvaran leikara sem lék oft úti Bandaríkjunum og Kanada og var einn af þekktustu leikurum landsins. Hann vann hjá Þjóðleikhúsinu lék allt að 25 hlutverk og hefur leikið í allt að yfir 150 leikritum í Þjóðleikhúsinu á einu ári. Hann er þekktastur fyrir að hafa leikið í grínþættinum Reykjavíkurnætur Bakkabræðra þaðan kemur hin fræga setning sem margir hafa eflaust heyrt: „Þeir eru eins og bakkabræður“.
Þegar Ellý heyrði fyrst um þetta leiklistarnámskeið sem óskað var eftir söngkonu í auglýsingu í dagblaði, skellti hún sér í prufu og áður en hún vissi af varð hún dægurlagasöngkona. Svo fór hún að syngja með hljómsveitum í Reykjavík og sló rækilega í gegn með hljómsveit Bjarna Böðvarssonar sem var faðir Ragnars Bjarnasonar söngvara.
Þegar Ellý mætti í söngprufu hjá Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar árið 1953 var hljómsveitin að leitast eftir söngvurum. Hún söng eitt lag, Abba Lazy River, og eftir það var hún farin að syngja með KK – sextettinum og þar með framtíð hennar sem dægurlagasöngkona ráðin.
Ferillinn hennar hófst þegar hún varð fastráðin í bandið fjórum árum seinna. Hún heillaði alla með sinni einstöku rödd og var með mjög fágaða sviðsframkomu, mikla útgeislun og varð einn af efnilegustu söngkonum landsins.
Hún gat verið mjög hlédræg og feimin, færðist jafnan undan þegar talað var við hana um að syngja inn á hljómplötu. Það hafði þau áhrif að hún söng ekki inn á hljómplötu fyrr en árið 1960. Nokkur þekkt lög komu út á þessum tveimur hljómplötum. Fyrra lagið var Vegir Liggja til allra átta og seinna Lítill fugl. Sigfús Halldórsson tónskáld og dægurlagahöfundur samdi lagið Vegir Liggja til allra átta sérstaklega fyrir bíómyndina 79 af stöðinni.
Alvöru hljómplötuferill hennar hófst svo ekki fyrr en árið 1964 með Hljómsveit Svavars Gests. Áður en hún byrjaði í þeirri hljómsveit hafði hún, eftir öll þessi ár sem dægurlagasöngkona, aðeins sungið sjö lög inn á hljómplötur. Það er þess virði að minnast á að ferill Ellýjar nær yfir 100 lög þar sem hún söng inná hljómplötur.
Ellý Vilhjálms hætti að syngja opinberlega síðla árs 1964. Tónlist hennar lifir ennþá til dagsins í dag og mun alltaf vera innblástur margra.
Kær Kveðja Friðrik Guðmundsson Pistlahöfundur