Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Tónleikaröð hjá  Kvennakór Suðurnesja
Mánudagur 12. mars 2007 kl. 13:44

Tónleikaröð hjá Kvennakór Suðurnesja

Kvennakór Suðurnesja mun á næstu dögum halda þrenna tónleika. Fyrstu tónleikarnir eru í Bíósalnum í Duushúsum fimmtudaginn 15. mars kl. 20:00. Næst verður sungið í Safnaðarheimilinu í Sandgerði sunnudaginn 18. mars kl. 17:00 og að lokum í Safnaðarheimili Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 20. mars kl. 20:00.

Á efnisskrá tónleikanna eru íslensk lög, þjóðlög, ítalskar aríur og syrpur úr söngleikjum, en kórinn syngur meðal annars Sofðu unga ástin mín, Friðrik kóngur, Ave María, syrpu úr Sister Act, Pie Jesu og Dýravísur.
Kvennakór Suðurnesja var stofnaður árið 1968 og er elsti starfandi kvennakór á landinu. Stjórnandi kórsins er Dagný Þ. Jónsdóttir og undirleikari Geirþrúður Fanney Bogadóttir. Aðgangseyrir er 1.500 kr.

Það er mikið um að vera hjá kórnum þessa dagana þar sem hafinn er undirbúningur fyrir þátttöku í alþjóðlegri kórakeppni sem haldin verður dagana 14. – 18. október á RIVA del GARDA á Ítalíu. Í mars munu fara fram upptökur á lögum sem send verða með umsókninni í keppnina og í fjáröflunarskyni hefur kórinn látið útbúa afmælisdagatal sem skreytt er myndum eftir Hildi Harðardóttur. Dagatölin hafa selst vel og þykja vinsæl gjöf sérstaklega handa þeim sem þykja eiga erfitt með að muna afmælisdaga.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024