Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

  • Tómstundir fyrir alla
  • Tómstundir fyrir alla
Miðvikudagur 7. maí 2014 kl. 10:46

Tómstundir fyrir alla

– Björk Þorsteinsdóttir skrifar

Framtíðin býr í nýjum kynslóðum og við viljum að börnin njóti þess besta. Í Reykjanesbæ er fjölbreytt og kraftmikið íþróttastarf sem er í góðum farvegi. Eins er tónlistarskólinn öflugur og metnaðarfullur. En íþróttir og tónlist henta ekki öllum og því þarf að huga að öðru.
 
Listaskóli barna hefur verið starfræktur frá 2003 einungis  yfir sumartímann með góðum árangri og hefur fest sig í sessi sem góður tómstundavalkostur. Skólinn er blanda af myndlist og leiklist og eru námskeið skólans aldurskipt.  Svarta Pakkhúsið og Frumleikhúsið hafa nýst vel til námskeiðahalds og ávallt er passað vel upp á að ráða fagfólk til starfa með börnunum.
 
Í framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins er lagt upp með að gera Listaskóla barna að heils árs skóla með áherslu á myndlist og leiklist.  Dansskólar fá einnig sitt rými og sinn stuðning.  Listnám yrði svo tengt hvatagreiðslum líkt og aðrar tómstundir barna. Markmiðið er að auka val barna til tómstunda og hlúa að þeim listrænu hæfileikum sem best eru virkjaðir á unga aldri.
 
Engin efast um ágæti menningarlegs uppeldis og hefur Reykjanesbær stuðlað ötullega að því að kynna menningu og listir fyrir bæði leik- og grunnskólabörnum t.d. með skipulögðum nemndaheimsóknum í söfn bæjarins.
 
Barnahátíðin sem nú er haldin í níunda sinn þann 7.-11. maí  er annað gott dæmi. Markmið hátíðarinnar er ekki einungis að skapa foreldrum og börnum fjölbreytt tækifæri til frjórrar og gefandi samveru. Heldur er stuðlað að eflingu áhuga og hæfileika barnsins til listsköpunnar. Afraksturinn er svo sýndur á þessari glæsilegu hátíð sem hefur vaxið jafnt og þétt og er orðin að föstum punkti í hátíðarhaldi bæjarins og vekur jafnan mikla athygli innan bæjar sem utan. Allir leik- og grunnskólar bæjarins koma að hátíðinni. Þá er öllum bæjarbúum boðin þátttaka og að sjálfsögðu að sjá og njóta.
 
Björk Þorsteinsdóttir
bæjarfulltrúi og frambjóðandi D-lista Sjálfstæðisflokksins
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024