Tölvuaðstoð í 88 húsinu
Í 88 húsinu í Reykjanesbæ er nú boðið upp á tölvuaðstoð fyrir ungt fólk. Milli kl. 14 og 18 er möguleiki að mæta í húsið til að fá aðstoð við vinnslu hvers kyns verkefna í algengustu forritunum. Þessi þjónusta er gestum hússins að kostnaðarlausu og ávallt er heitt á könnunni fyrir gesti hússins. Þetta er tilvalið tækifæri til að fá úrlausn vandamála sem geta herjað á hinn almenna tölvunotanda. Fjórar tölvur eru í húsinu og þær eru fráteknar til náms og vinnu á þessum tíma. Einnig eru nettengi í húsinu og þráðlaust internetsamband fyrir fartölvunotendur.