Tökum höndum saman...
AFMÆLIÐ HJÁ Grindavíkurbæ var glæsilegt í alla staði. Kallinn kíkti að sjálfsögðu á hátíðina og fylgdist með skemmtiatriðum. Til hamingju með 30 ára afmælið Grindavík.
FRÉTTIN VAR GLEÐILEG sem Kallinn las inn á vf.is um að meirihluti bæjarstjórnar vildi sækja um framkvæmdaleyfi til byggingar nýs hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ. Það ætti í raun að vera löngu búið að sækja um leyfi til byggingar slíks heimilis. Nú er bara málið að þrýsta á um að hjúkrunarheimilið verði reist mjög fljótlega og að allir hlutaðeigandi aðilar þrýsti á um að leyfi verði gefið og rekstur tryggður.
ALLIR AÐILAR þurfa að taka höndum saman og þrýsta á stjórnvöld um að vinna málinu brautargengi. Félag eldri borgara, aðstandendur aldraðra sjúka, bæjarstjórn, alþingismenn og íbúar Reykjanesbæjar þurfa að vinna saman að málinu. Nú þýðir ekki að hlaupa upp með árásir á stjórnendur HSS um að þeir séu að svíkja gefin loforð. Málið er löngu hætt að snúast um það.
KALLINN HEFUR heyrt rök margra í málinu upp á síðkastið, enda eru ekki mörg ár þar til Kallinn þarf að hætta að vinna. Kallinn biður fólk að hugsa að ef tekin yrði ákvörðun um það í dag að kaupa tölvu eftir 20 ár og peningum er safnað til kaupanna. Hvort ætli yrði keypt tölvan sem var á markaði fyrir 20 árum eða ný tölva? Kallinn lítur á þessi rök sem meginrök í málefnum D-álmunnar. Með fullri virðingu fyrir því fjármagni sem safnað var til byggingu D-álmunnar á sínum tíma og með fullri virðingu fyrir því fólki sem stóð fyrir söfnuninni þá hentar D-álman ekki lengur sem deild fyrir aldrað fólk. Það er meginatriði málsins.
EN Á MEÐAN unnið er að því að fá nýtt hjúkrunarheimili til Reykjanesbæjar þurfa þeir öldruðu einstaklingar sem á sjúkrahúsvist þurfa að halda að vera á D-álmunni. Kallinn hvetur alla aðila til að vinna að málinu á jákvæðan máta. Það er hægt - eins og svo réttilega hefur sýnt sig í málefnum Reykjanesbrautarinnar.
KALLINN SÉR EINNIG ástæðu til að fagna hugmyndum bæjarstjórnar að reisa sportakademíu í Reykjanesbæ. Þvílíkt framfaraskref. Þvílík aðstaða fyrir íþróttafólk og þvílíkt aðdráttarafl fyrir fólk til að flytja hingað á svæðið. Þetta mál er eitt það besta að mati Kallsins sem komið hefur upp síðustu árin.
AÐEINS EITT að lokum: Hvað er að frétta af Stálpípuverksmiðjunni? Það er engu líkara en málið sé gufað upp! Kallinn óskar svara!
Kveðja, [email protected]
FRÉTTIN VAR GLEÐILEG sem Kallinn las inn á vf.is um að meirihluti bæjarstjórnar vildi sækja um framkvæmdaleyfi til byggingar nýs hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ. Það ætti í raun að vera löngu búið að sækja um leyfi til byggingar slíks heimilis. Nú er bara málið að þrýsta á um að hjúkrunarheimilið verði reist mjög fljótlega og að allir hlutaðeigandi aðilar þrýsti á um að leyfi verði gefið og rekstur tryggður.
ALLIR AÐILAR þurfa að taka höndum saman og þrýsta á stjórnvöld um að vinna málinu brautargengi. Félag eldri borgara, aðstandendur aldraðra sjúka, bæjarstjórn, alþingismenn og íbúar Reykjanesbæjar þurfa að vinna saman að málinu. Nú þýðir ekki að hlaupa upp með árásir á stjórnendur HSS um að þeir séu að svíkja gefin loforð. Málið er löngu hætt að snúast um það.
KALLINN HEFUR heyrt rök margra í málinu upp á síðkastið, enda eru ekki mörg ár þar til Kallinn þarf að hætta að vinna. Kallinn biður fólk að hugsa að ef tekin yrði ákvörðun um það í dag að kaupa tölvu eftir 20 ár og peningum er safnað til kaupanna. Hvort ætli yrði keypt tölvan sem var á markaði fyrir 20 árum eða ný tölva? Kallinn lítur á þessi rök sem meginrök í málefnum D-álmunnar. Með fullri virðingu fyrir því fjármagni sem safnað var til byggingu D-álmunnar á sínum tíma og með fullri virðingu fyrir því fólki sem stóð fyrir söfnuninni þá hentar D-álman ekki lengur sem deild fyrir aldrað fólk. Það er meginatriði málsins.
EN Á MEÐAN unnið er að því að fá nýtt hjúkrunarheimili til Reykjanesbæjar þurfa þeir öldruðu einstaklingar sem á sjúkrahúsvist þurfa að halda að vera á D-álmunni. Kallinn hvetur alla aðila til að vinna að málinu á jákvæðan máta. Það er hægt - eins og svo réttilega hefur sýnt sig í málefnum Reykjanesbrautarinnar.
KALLINN SÉR EINNIG ástæðu til að fagna hugmyndum bæjarstjórnar að reisa sportakademíu í Reykjanesbæ. Þvílíkt framfaraskref. Þvílík aðstaða fyrir íþróttafólk og þvílíkt aðdráttarafl fyrir fólk til að flytja hingað á svæðið. Þetta mál er eitt það besta að mati Kallsins sem komið hefur upp síðustu árin.
AÐEINS EITT að lokum: Hvað er að frétta af Stálpípuverksmiðjunni? Það er engu líkara en málið sé gufað upp! Kallinn óskar svara!
Kveðja, [email protected]