Tökum á ofbeldi og dreifingu fíknefna
Flestar fjölskyldur á Íslandi hafa beint eða óbeint fengið að kynnast íllskeyttum heimi fíknefnanna. Ef það er ekki meðlimur innan fjölskyldunnar sem orðinn er að bráð fíkninnar, þá hefur vinur einhvers úr fjölskyldunni, frændi eða frænka, látið blekkjast af fölskum útsendurum græðginnar. Það er erfitt að lýsa þeim vonbrigðum og þeim missi sem svo mörg okkar höfum kynnst þegar einstaklingar sem standa okkur nærri tapa algjörlega áttum, tína sjálfsvirðingunni og almennri siðferðisvitund. Það sem verra er og jafnvel alvarlegra er þegar ofbeldið nær til saklausra borgara í samfélaginu. Slíku áreiti ber að taka á og það af fullum þunga.
Takmarkaðar heimildir lögreglunnar
Lögreglan hefur takmarkaðar heimildir í ofbeldismálum en sjálfur telur undirritaður brýnt að löggjafinn rýmki heimildir lögreglunnar í hótunar- og ofbeldismálum af ýmsu tagi. Hvað sem hinni lagalegu hlið víkur verðum við, almennir borgarar, að vernda náungann og tryggja honum það skjól sem hvert okkar vildi að hefði, undir erfiðum kringumstæðum. Það er auðvelt að líta undan og láta sem okkur varði ekki erfið mál af þessu tagi. Áhrif og afleiðingar fíknefna mun áfram vaxa og harðna ef ekki verður spornað við þróuninni.
Í fyrsta lagi verður að gera þá kröfu að fjölgað verði í fíknefnadeildum lögreglunnar. Í annan stað verður að víkka heimildir lögreglunnar og auka verulega við laun lögreglumanna. Markmið okkar á að vera einfalt – “Ofbeldi verður ekki liðið í okkar samfélagi”. Stórauka þarf forvarnarstarf í grunn- og framhaldskólum. Draga verður upp hina raunverulegu mynd, unga fólkinu til varnaðar.
Herjum á markaðinn
Á meðan fíknefnamarkaðurinn dafnar og stækkar verður illa við vandamálið ráðið. Með einföldum lagabreytingum, stórsókn í forvarnarmálum og samheldni allra borgara er hægt að breyta markaðnum á þá vegu að eftirspurn eftir fíknefnum minnki. Minni markaður kallar einfaldlega á færri vandamál. Einnig getum við hæglega aukið vernd til hins almenna borgara sem og tryggt raunverulega aðstoð til fjölskyldna sem eiga bágt vegna hótanna eða öðru verra. Stöndum saman og náum sameiginlega fram árangri sem við getum verið stolt af.
Gunnar Örn Örlygsson
Alþingismaður – Reykjanesbæ
[email protected]
Takmarkaðar heimildir lögreglunnar
Lögreglan hefur takmarkaðar heimildir í ofbeldismálum en sjálfur telur undirritaður brýnt að löggjafinn rýmki heimildir lögreglunnar í hótunar- og ofbeldismálum af ýmsu tagi. Hvað sem hinni lagalegu hlið víkur verðum við, almennir borgarar, að vernda náungann og tryggja honum það skjól sem hvert okkar vildi að hefði, undir erfiðum kringumstæðum. Það er auðvelt að líta undan og láta sem okkur varði ekki erfið mál af þessu tagi. Áhrif og afleiðingar fíknefna mun áfram vaxa og harðna ef ekki verður spornað við þróuninni.
Í fyrsta lagi verður að gera þá kröfu að fjölgað verði í fíknefnadeildum lögreglunnar. Í annan stað verður að víkka heimildir lögreglunnar og auka verulega við laun lögreglumanna. Markmið okkar á að vera einfalt – “Ofbeldi verður ekki liðið í okkar samfélagi”. Stórauka þarf forvarnarstarf í grunn- og framhaldskólum. Draga verður upp hina raunverulegu mynd, unga fólkinu til varnaðar.
Herjum á markaðinn
Á meðan fíknefnamarkaðurinn dafnar og stækkar verður illa við vandamálið ráðið. Með einföldum lagabreytingum, stórsókn í forvarnarmálum og samheldni allra borgara er hægt að breyta markaðnum á þá vegu að eftirspurn eftir fíknefnum minnki. Minni markaður kallar einfaldlega á færri vandamál. Einnig getum við hæglega aukið vernd til hins almenna borgara sem og tryggt raunverulega aðstoð til fjölskyldna sem eiga bágt vegna hótanna eða öðru verra. Stöndum saman og náum sameiginlega fram árangri sem við getum verið stolt af.
Gunnar Örn Örlygsson
Alþingismaður – Reykjanesbæ
[email protected]