Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Tóbakskönnun á Suðurnesjum
Fimmtudagur 18. apríl 2013 kl. 09:51

Tóbakskönnun á Suðurnesjum

SamSuð (Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum), hyggjast á næstu dögum og eða vikum kanna hvort börn og unglingar undir 18 ára aldri fái keypt tóbak á útsölustöðum tóbaks á Suðurnesjum. Samkvæmt 8. gr. laga um tóbaksvarnir frá 2002 kemur skýrt fram að tóbak megi hvorki selja né afhenda einstaklingum yngri en 18 ára. Bann þetta skal auglýst með áberandi hætti þar sem tóbak er selt. Einnig kemur fram í sömu grein að þeir einir sem orðnir eru 18 ára megi selja tóbak.

Könnunin verður framkvæmd á þann veg að unglingur undir 16 ára mun reyna að kaupa tóbak hjá útsölustöðum og munu fulltrúar SamSuð skrá hjá sér niðurstöðurnar og birta opinberlega, þó á þann hátt að ekki verði hægt að rekja niðurstöðurnar til einstakra sölustaða.

Forsvarsmenn SamSuð telja rétt að láta vita af því að þessi könnun sé í burðarliðnum svo söluaðilar geti skerpt á þessum málum hjá sér og með því jafnframt lagt sitt á vogarskálarnar, að koma í veg fyrir að of ungir einstaklingar ánetjist tóbaki hvers konar.

Jafnframt er óskað eftir því að forráðamenn útsölustaða tóbaks samþykki að útsölustaðurinn sé kannaður með þessum hætti. Sé svo ekki þá vinsamleg hafið samband við einhvern undirritaðra og ekki verður kannað hjá viðkomandi söluaðila

Virðingarfyllst,

Guðbrandur Stefánsson            
íþrótta- og tómstundafulltrúi Garði    

Kristinn Reimarsson,
frístunda- og menningarfulltrúi Grindavíkurbæjar

Elín Gissurardóttir,
umsjm. félagsm. Skýjaborgar Sandgerði

Hafþór B. Birgisson,
tómstunda- og forvarnarfulltrúi Reykjanesbæjar

Stefán Arinbjarnarson
frístunda- og menningarfulltrúi Sv. Voga

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024