Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

„Tjáning ekki þjáning“
Miðvikudagur 11. október 2006 kl. 16:55

„Tjáning ekki þjáning“

Námskeið Íslensku tjáskiptasamtakanna ITC í október og nóvember. Október er kynningarmánuður Íslensku tjáskiptasamtakanna, Landssamtaka ITC á Íslandi. Allar deildir samtakanna halda kynningarfundi í október og allir sem vilja kynna sér starfsemi ITC eru velkomnir.


ITC samtökin (International Training in Communication), sem hafa starfað á Íslandi í rúmlega 30 ár, eru alþjóðleg þjálfunarsamtök þar sem unnið er að því að efla sjálfstraust félaganna og gera þeim kleift að tjá sig af öryggi og æfa sig í skipulögðum vinnubrögðum í félagsstarfi á skemmtilegan og ódýran hátt.


Þjálfunin byggist á sjálfsnámi með námsefni sem samið er af og byggt á reynslu fagfóks í fremstu röð þar sem lögð er áhersla á ímynd, raddáhrif og líkamstjáningu.
Þjálfað er í fundasköpum ásamt flutning fjölbreyttra verkefna, ýmist óundirbúinna eða undirbúinna og njóta félagar góðs af nauðsynlegu uppbyggilegu frammistöðumati reyndari félaga. Í tjáskiptasamtökunum ITC gefst tækifæri til að eflast persónulega á skjótan og árangursríkan hátt.


Í október og nóvember verður efnt til nýliðanámskeiðs „Tjáning ekki þjáning“, þar sem farið verður yfir undirstöðuatriði í ITC þjálfuninni. Upplýsingar gefur Ásta Lilja Jónsdóttir í síma 553-4791. Tölvupóstur [email protected] eða [email protected].


Í tilefni af 30 ára afmæli íslensku samtakanna var gefið út glæsilegt afmælisrit með sögu samtakanna frá 1975-2005 og er hægt að nálgast það hjá Arnþrúði Halldórsdóttur í síma 557 4439. Heimasíða Íslensku tjáskiptasamtakanna, ITC: simnet.is/ITC

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024