Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Tjáning, mikilvægasta verkfæri mannsins - fyrirlestur í Útskálakirkju
Miðvikudagur 3. desember 2008 kl. 16:44

Tjáning, mikilvægasta verkfæri mannsins - fyrirlestur í Útskálakirkju

Næstkomandi fimmtudagskvöld verður sjötti fyrirlesturinn haldinn sem kirkjan í Garði og Sandgerði stendr fyrir í samvinnu við Sveitarfélagið Garð, Sandgerðisbæ og MSS. Þar sem tekin eru fyrir ýmis mál er tengjast fjölskyldum og einstaklingum. Erindin fjalla um fjármál, hvernig hægt er að drýgja matinn, um samskiptin á heimlinu og hvernig við getum styrkt og hlúð að hverju öðru á erfiðum tímum. 

Næsti fyrirlestur verður fimmtudaginn  4. desember kl. 20 í Útskálakirkju,  og ber yfirskriftina “Tjáning - mikilvægasta verkfæri mannsins”  fyrirlesturinn flytur Kári Halldór Þórsson leikstjóri.

• Grunar þig að þú búir yfir sterkari tjáningarleiðum en þú nýtir þér nú þegar?
• Viltu kynnast þeim tjáningarmöguleikum sem þér eru eignlegir?

Í fyrirlestrinum fer Kári Halldór, einn af okkar hæfustu kennurum á sviði tjáningar, í saumana á því sem í raun og veru býr að baki góðri og áhrifaríkri tjáningu.
Í stað flókinna reglna um framkomu og tjáningu er kynntur til sögunnar kjarni tjátækni mannsins sem er í senn einfaldur og auðþjálfanýlegur.
Áhrifaríkur fyrirlestur sem opnar augu okkar fyrir tjáningarmöguleikum sem við vissum ekki að við byggjum yfir. Við fáum skarpari meðvitund um raunverulega tjáningu okkar í daglegu lífi og hvernig við beitum okkur í samskiptum við annað fólk. Tjáning er grunnur allra samskipta og sköpunar og því skiptir öllu að hvert og eitt okkar náir varanlegu sambandi við þann mikla tjáningarmátt sem í okkur býr.

Fyrirlestrarnir hafa verið haldnir til skiptis í Garði og Sandgerði. Hver fyrirlestur hefst á stuttri helgistund. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir að kostnaðarlausu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024