Tími til að veðja
Nú er tími til að velta fyrir okkur hvern við viljum láta fá atkvæðið okkar. Þess vegna langar mig að segja ykkur frá Helgu Sigrúnu Harðardóttur.
Helga Sigrún er framsóknarmaður sem lætur ekki flækjast fyrir sér að leggja mikið á sig að vinna fyrir okkur. Hún er hörku dugleg og fylgin sér,vel menntuð með hugsjónir um að bæta lífskjör okkar,heiðarleg og lætur ekki vaða yfir sig á skítugum skóm. Síðastliðna mánuði hef ég unnið mikið með Helgu Sigrúnu og á þeim tíma hefur hún unnið sig í álit hjá öllum þeim sem hafa starfað með henni.
Ég óska þess að hún komist á þing til að starfa í okkar þágu,og þá meina ég okkar Íslendinga. Til þess að það takist þarf hún okkar atkvæði.
Lilja Harðardóttir