Tilvalin förðun fyrir jólahlaðborðið
NÝTT ÚTLIT MEÐ KRISTÍNU WIUM
FYRIR
Ég byrjaði á því að greiða augabrúnirnar og setja smá lit í þær – en annars er hún með svo fínar brúnir að ekki þurfti að gera gera mikið.
Næst voru það augun. Ég byrjaði á því að velja fimm liti sem ég raðaði, frá þeim dekksta til þess ljósasta, í átt að nefi og blandaði vel. Ég ákvað að nota mjúka hlýja tóna, og voru þrír sanseraðir, enda ekki annað hægt þegar maður er á leiðinni í jólahlaðborð. Því næst setti ég svo brúnan eyeliner á hana og setti hann sem allra næst aughárunum. Ég setti svo sama brúna blýantinn í vatnslínuna undir augun.
Þá var komið að húðinni. Ég byrjaði á því að setja smá blautan highlighter fyrst á kinnbeinin. Yfirleitt set ég smá af blautum highlighter út í farðann en það gefur húðinni svo fallegan ljóma, og það var engin undantekning á því núna. Ég nota alltaf HD-farða, en hann myndast einstaklega vel. Svo fór pínulítið af hyljara undir augun og þar á eftir uppáhalds-HD-púðrið mitt, sem virkar eins og beauty filter þegar teknar eru myndir. Ég nota aldrei mikið púður, bara set létt undir augu og á þau svæði sem eiga það til að glansa mikið. Svo kláraði ég að setja augnskugga undir augun á henni og setti á hana mascara.
Kinnbeinin voru svo skyggð og bleikur kinnalitur í eplin (eins og við köllum kinnarnar), og því næst ennþá meiri highlighter (já ég elska highlighter!).
Síðast en ekki síst notaði ég neutral varablýant og fyllti inn í varirnar með honum, og setti svo fallegt gloss til þess að toppa þær. Ég mæli með frekar látlausum lit á varirnar ef verið er að fara eitthvað sem krefst þess að borða, ekkert leiðinlegra en að vera kannski með rauðar tennur eftir varalitinn.
EFTIR
Þá var hún tilbúin – og ekki amalegt að fara svona sæt og fín í jólahlaðborð.
Vörurnar sem ég nota eru aðallega frá Make up forever.
Fyrirsæta:
Unnur A. Hauksdóttir.
Förðun:
Kristín Wium,
förðunarfræðingur frá MASK Makeup school með diploma í leikhús- og kvikmyndaförðun.