Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Tiltekt í Landsbankanum í Reykjanesbæ
Mánudagur 25. janúar 2016 kl. 06:00

Tiltekt í Landsbankanum í Reykjanesbæ

Eins og á hverju almennilegu heimili er þörf á að taka til öðru hvoru. Landsbankinn í Reykjanesbæ er þar ekkert undanskilinn, eins og sýndi sig um daginn þegar gerður var starfslokasamningur við Gumma í „góðu“ samkomulagi, því að öðrum kosti fengi hann sent uppsagnarbréf. Ástæða starfslokanna var sögð, tiltekt í bankanum.

Auðvitað er hverjum atvinnurekanda í sjálfsvald sett hvenær hann hættir að kaupa þjónustu starfsmanns, en hér greinir okkur á um samfélagslega ábyrgð bankans.
En forsaga málsins er að Gummi lenti í slysi fyrir nokkrum mánuðum, þegar bíll keyrði með ótrúlegum hætti á hann inní forstofu við heimili þar sem móðir hans býr. Gummi slasaðist m.a. illa á hendi og var frá vinnu vegna slyssins í nokkra mánuði. Um fjórum mánuðum eftir að Gummi kemur aftur til vinnu í bankanum er þessi starfslokasamningur borinn á borð.  

Það þekkja allir Gumma sem hefur starfað í Sparisjóðnum, og síðar í Landsbankanum, í samtals 3 áratugi.
Gummi er 50 ára, fötlun hans er að hann er spastískur og metinn 75% öryrki, hann er giftur og hefur fyrir tveimur börnum að sjá. 
Vonandi tekst honum að finna starf sem hentar hans starfsgetu, því óþarfi er að kasta á glæ langri starfsreynslu hans með vinalega viðmótinu sem svo margir þekkja.

Og nú geta viðskiptavinir bankans gengið inn í hann þess fullvissir að þeir munu ekki mæta neinu „rusli“ í innviðum bankans, því það er jú nýbúið að taka til!

Óskar Húnfjörð

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024