Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Tilræðismenn í hverju horni
Fimmtudagur 19. nóvember 2009 kl. 15:41

Tilræðismenn í hverju horni

Það er óhætt að segja að umræða um bæjarmálapólitík hér í Reykjanesbæ sé með furðulegasta móti. Svo virðist sem ekki megi tæpa á einu einasta máli er varðar bæinn, án þess að hinn maðurinn í meirihlutanum, Böðvar Jónsson formaður bæjarráðs líti á það sem persónulegar árásir. Enn einu sinni er um árás á bæjarstjórann að ræða, og nú af svæsnari kantinum, nú þetta er ekkert annað en „tilræði“. Bæjarfulltrúar Samfylkingar hafa leyft sér að viðra áhyggjur sínar um fjárhagsstöðu bæjarins opinberlega.

Böðvar Jónsson er maður sem á sér margt til ágætis og unnið mörg góð verk fyrir bæinn, en einhvern veginn virðist hann þessa dagana vera illa innilokaður í eigin heimi. Heimi þar sem öll umræða skal helst vera í lokuðum hóp bæjarfulltrúa, og þar má helst ekki segja neitt sem máli skiptir. Minnir á fyrri tíma. Af því markast viðbrögð hans nú. Ég ætla þó án þess þó að hafa umboð til, að leyfa mér enn einu sinni að hafa skoðun á málinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það er erfitt fyrir venjulegan mann að sjá það samhengi milli hlutanna sem Böðvar sér í grein þeirri sem hann fékk hér birta á vefnum í Víkurfréttum í morgun, og lesa það út að um leið að talað sé um bréf Eftirlitsnefndarinnar að sé jafnframt verið að sverta samfélag okkar hér í Reykjanesbæ eða að umræða um það sé“ tilræði“ við einn eða neinn. . Þann vinkil held ég að enginn hafi séð.
Ég get ekkert annað fengið út úr þessari umræðu en að það yfirvald sem falið hefur verið að fylgjast með fjárreiðum bæjarins hafi áhyggjur, og séu þær á rökum reistar sé sjálfsagt mál að ræða það. En vissulega er slíkt bréf ákveðinn áfellisdómur yfir fjármálastefnu meirihlutans. Við því er víst lítið að segja.

Það er náttúrulega ekki hægt, eða allavega erfitt að kenna gömlum hundi að sitja, og sennilega jafn tilgangslaust að reyna að útskýra fyrir Böðvari ,að þá er skuldastaða bæjarins ekki góð og fgreiðsluþol bæjarins fari þverrandi vegna vaxandi húsaleigu og vaxtakostnaðar. Sennilega er bréf eftirlitsnefndarinnar tilkomið þess vegna. Þeir spyrja sennilega hvort bærinn geti staðið við skuldbindingar sínar.Geti bærinn það er það bara af hinu góða.

Böðvar kallar í lok greinar sinnar eftir málefnalegri umræðu, um allt það góða sem þó er í gangi verði rætt líka. Það gera menn líka, og reyna að halda sig frá þeim hugarheimi Böðvars að vænta megi „tilræða“ úr öllum áttum opni þeir á sér munninn. Það er ekki sú framtíðarsýn sem Samfylkingarmenn eiga til handa þessum bæ. Við viljum svo miklu, miklu betra bænum okkar til handa.

Hannes Friðriksson