Aðsent

Tilmæli til þeirra sem taka þátt í akstri bifhjóla og fornbíla á Ljósanótt
Laugardagur 27. ágúst 2016 kl. 06:00

Tilmæli til þeirra sem taka þátt í akstri bifhjóla og fornbíla á Ljósanótt

Það er mikilfengleg sjón að sjá alla glæsilegu bílana og bifhjólin streyma í gegnum bæinn á Ljósanótt. Margir hafa haft á orði að aksturinn sé einn af hápunktum hátíðarinnar. Einn hængur hefur þó verið á viðburði þessum, þar sem einstaka ökumenn hafa stöðvað bílana eða bifhjól sín til að spjalla við gesti og gangandi. Með því hefur myndast bil milli bíla og bifhjóla, stundum hefur það gerst að gestir hátíðarinnar eru farnir að labba yfir Hafnagötuna og halda jafnvel að síðasti bíllinn eða bifhjólið sé farið hjá. Hættulegustu tilvikin eru svo þegar ökumenn hafa ,,gefið í“ til að ná öðrum bílum eða bifhjólum í röðinni. Slíkt er afar hættulegt og oft hefur ekki mátt miklu muna að slys hlytist af.
Förum varlega,

Hafþór Birgisson
Íþrótta- og tómstundafulltrúi

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024